Kokhraustir GGE menn, með stuðningi ríkisins?

Hverjir eru það sem eru svo kokhraustir að standa að þessari makalausu yfirlýsingu? Enginn er skráður fyrir henni en bent á framkvæmdastjóra GGE til upplýsinga. Sá á að baki glæstan feril hjá Glitni, bæði hér á landi og í Noregi. Hvað skildu annars hafa græðst og tapast miklir peningar hjá Glitni og hverjir fengu að borga það tap? Er það sú saga sem veitir framkvæmdastjóranum trúarhitann, hafi hann þá skrifað textann?

Er það stjórn GGE sem ákveður að skrifa þessa yfirlýsingu og hver á þá hverjir eiga GGE í dag?  Atorka átti 41% en er farinn á hausinn. Þá er eftir Glacier Renewable Energy Fund (sem á 40% í GGE) en sá sjóður kemur úr þrotabúi Glitnis, en er nú rekinn af Íslandsbanka. Þegar erlendir kröfuhafar bankans eignuðust 95% í Íslandsbanka, hélt ríkið eftir 5% hlut. Og eins og stendur á heimasíðu bankans í dag:

"Ríkið mun eiga 5% af hlutafé bankans og hafa einn fulltrúa í stjórn. Stjórnvöld munu setja fjármálakerfinu reglur og halda uppi virku eftirliti með starfseminni. Ríkisvaldið hefur og ákveðið að hafa tiltekið fjármagn tiltækt til þess að styðja við bankana ef á þarf að halda."

Er þessi digra yfirlýsing GGE gerð með vitund og vilja fulltrúa ríkissins í Íslandsbanka?

Og meðal annarra orða, hver er fulltrúi ríkisins í stjórn Íslandsbanka? Friðrik Sophusson er formaður stjórnar, en á heimasíðu bankans er enginn í sjö manna stjórn merktur sem fulltrúi ríkisins.

Hins vegar segir þar: "Í stjórn Íslandsbanka sitja sjö aðilar skipaðir af eignarhaldsfélaginu ISB Holding ehf. og Bankasýslu ríkisins."

Er ríkið þá meðábyrgt í að skipa alla sjö fulltrúana en á engan fulltrúa sjálft, eða hvernig ber að skilja þetta? Af hverju er fulltrúi ríkisins í stjórn Íslandsbanka ekki tilgreindur sem slíkur á heimasíðu bankans?

Eigendur GGE:

Atorka (RER)

41%

Glacier Renewable Energy Fund (Managed by Islandsbanki)

40%

Mannvit Engineering (VGK Invest)

7%

  

 


mbl.is Umboðslaus rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband