Sjóriða utanríkisráðherra

Féagi Einar Ólafsson er byrjaður að tjá sig í bloggheimum og er af því góður fengur. Hvet ég hina dyggu lesendur þessarar síðu til að bæta bloggi Einars yfir skyldulesningu dagsins. (sjá http://einarolafsson.blog.is/blog/einarolafsson/entry/231555/)

Þar skrifar hann m.a. um svör utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur um heimildir, sem fyrri ríkisstjórn veitti til að bandarísk stjórnvöld mættu nýta íslenska lögsögu, lofthelgi og flugvelli til flutninga vegna innrásarstríðsins í Írak, hvort þær hefðu verið teknar aftur eða til stæði að afturkalla þær.  

Svar utanríkisráðherra var svohljóðandi: „Eftir því sem mér er best kunnugt voru þessar heimildir veittar þegar Íslendingar studdu innrásina í Írak og voru þá í gildi um ákveðinn tíma en slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur. Það eru auðvitað breyttar aðstæður líka í Keflavík eftir að herinn hvarf af landi brott og nú mun það vera til sérstakrar skoðunar hvernig slíkum heimildum verði háttað í framtíðinni.“

Um þetta svar ISG lét ég eftirfarandi orð falla á síðu Einars:

Eitthvað finnst manni þetta furðulegt orðaval hjá yfirmanni utanríkismála - "Eftir því sem mér er best kunnugt...." Gæti þetta kannski verið misskilningur hjá henni, á annað eftir að koma í ljós við nánari eftirgrennslan? Seinni hluti setningarinnar hljómar hins vegar afdráttarlaus og ber að fagna: "...en slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur."

Hins vegar fær Ingibjörg Sólrún aftur sjóriðu þegar í næstu setningu. "....mun það vera til sérstakrar skoðunar hvernig slíkum heimildum verði háttað í framtíðinni." Bíðum við, - til skoðunar hjá hverjum? Er hún sem utanríkisráðherra ekki þátttakandi í þeirri skoðun? "Mun það vera til skoðunar..." Er það heldur ekki alveg fullvíst? Hverjir eru það sem véla um þær heimildir? Geir Haarde og Bandaríkjamenn, eða hvað?

Sá vandræðagangur sem er á Samfylkingunni út af Íraksstríðinu birtist í þessu svari - þó auðvitað beri að fagna því að við veitum ekki Bandaríkjamönnum lengur heimild til að flytja tól til drápa í Írak um Keflavík - þ.e.a.s. ef það er þá alveg fullvíst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband