Er nú í lagi að virkja Þjórsá?

Félagi Össur sér, skv. tilvitnaðri frétt hér að neðan, ekkert nema jákvætt við að virkja skuli Þjórsá til að hún gagnist svokölluðum netþjónabúum en ekki álverum. Eftir stendur að virkja skal Þjórsá og eyðileggja vatnsmesta foss landsins. Sú aðgerð verður í sjálfu sér hvorki önnur né hætishótinu betri vegna þess að stinga á innstunginni í samband við Yahoo en ekki Alcoa eða annað álver.

Það er sennilega skömminni skárra út frá afleiddum umhverfisáhrifum virkjunarinnar að það skuli ekki eiga nota hana til að reka stórmengandi álver heldur leiða orkuna í minna mengandi stóriðju - en það breytir engu um að virkjun Þjórsár mun hafa sömu áhrif á lönd bænda, búrekstur þeirra, fjölskyldur og menningarlegt landslag Árnessýslu ekki síður en sýnilegt. Það mun hafa áhrif á alla Íslendinga og hvernig þeir upplifa land sitt og frumburðarrétt sinn.

Hafi maður yfirleitt snefil af tilfinningu fyrir landinu og virðingu fyrir rétti þeirra ábúanda sem nýjasta sjoppa Landsvirkjunar mun troða á, þá getur maður ekki verið þeirrar skoðunar að það sé ekkert nema jákvætt við þessa ákvörðun Landsvirkjunar. Fólk er ekki fífl, félagi Össur.

Á hinn bóginn er það umhugsunarefni af hverju Landsvirkjun lét sér ekki detta í hug fyrr að virkja mætti fyrir annað en álver. Eða að það væri bæði ákveðin skynsemi og réttlæti gagnvart komandi kynslóðum að halda aftur af virkjunum? Af hverju það lá svo á að nota alla orku landsins í stjórnartíð Friðriks Sophussonar? Af hverju Landsvirkjun, sem áhrifamesti aðili í landinu um hvernig nýta eigi orku landsmanna, skuli ekki hafa haft ögn sophistekeraðri skilning á takmörkum virkjanlegrar orku og ögn meiri samfélagslegan og mannlegan skilning á hvernig mætti nýta hana best í þágu þjóðarinnar og komandi kynslóða. Réði persónulegur metnaður stjórnenda Landsvirkjunar um að "standa sig vel í starfi" meiru en heilbrigð langtímasjónarmið? Sjónarmið sem virkilega hæfir stjórnendur virkjanaframkvæmda á Íslandi hefðu átt að hafa í huga? Spyr sá sem ekki veit...


mbl.is Össur: Ekkert nema jákvætt við ákvörðun Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvernig eyðilegst fossinn?

Er eðlismunur á breytingu landnota úr beitilandi í vatn annars vegar og svo hins vegar undir skóg?

Er það umhverfislega verra að gera vatn en skóg?

Spyr sá sem ekki veit?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Hvað er foss? Foss er (vanalega) nátturulegt vatnsfall sem steypist fram af brún niður á næsta flöt. Hvernig eyðilegst foss? Með því að jafna út halla eða draga úr eða stöðva vatnsrennsli. það má halda því fram að foss sé foss, skv. upphaflegri skilgreiningu hér að framan, og því sé Dettifoss Dettifoss sama hvort rennslið er 10 sekúndulítrar eða þúsund. Flest okkar skynja hins vegar muninn og miða ekki aðeins við það sem þau eru uppalin við, heldur og hvort rennslið er meira eða minna. Þeim mun meira rennsli, þeim mun meiri foss.

Er eðlismunur á því hvort landi er breytt í vatn eða skóg? Já.

Segir sá sem þykist vita.

Páll Helgi Hannesson, 9.11.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég spurði nú ekki hvað er foss heldur hvernig eyðilegst fossinn.

Í hverju fellst sá munur?

Er umhverfislega síðra að gera vatn en skóg?

Spyr sá aftur er ekki veit .

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan pistil Páll. Þetta PR trikk Landsvirkjunar (Illvirkjunar) varð frekar endasleppt þegar Frikki Sóf opnaði munnin og kom upp um allt saman. Tilgangurinn er að taka Þjórsá. En Illvirkjunargengið er búið að tapa og þeir eru að átta sig á því. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.11.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það hefur ekki farið hátt í umræðunni að Selvogsbanki er skammt undan ósum Þjórsár.

Pétur Þorleifsson , 10.11.2007 kl. 10:56

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Pétur, segðu mér hvað það kemur málinu við að selvogsbanki sé skammt undan ósnum, ég er ekki að spyrja ykkur af því að ég er hlyntur virkjun Þjórsár og þannig að reyna að pexa við ykkur, heldur til að skilja málið betur.

Spyr enn og aftur sá er ekki veit.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband