Aðgerðirnar vekja eftirfarandi spurningar:

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vekja fleiri spurningar og athugasemdir, en þær veita svör. Hér eru nokkrar sem kvikna við fyrsta yfirlestur.

1. Stjórnvöld gera bankaráðum hinna nýju banka að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu með það að markmiði að vernda störf og stuðla að áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja. Reglurnar taki m.a. til lengingar lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja. Settar verði reglur sem tryggi gegnsæi í ákvarðanatöku bankanna og hlutlæga fyrirgreiðslu, þar sem hugað verði að samræmdum vinnubrögðum gagnvart fyrirtækjum. Innra eftirlit bankanna verði eflt.

Munu þessar samræmdu reglur verða enn í gildi þegar erlendum bönkum verður boðið að taka bankana upp í skuld? Hversu samræmd eiga vinnubrögðin að vera - verður til ein yfirbankastjórn fyrir alla bankanna undir forsæti "fulltrúa IMF", Mats Josefssonar?

 

2. Stofnuð verði sérstök eignaumsýslufélög á vegum bankanna sem hafi umsjón með eignar-hlutum í fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. 

Hvernig verður farið með fyrrum opinbera sjóði og fyrirtæki sem lent hafa inn í bönkunum við einkavæðingu þeirra eða uppkaup? Stofnlánadeild landbúnaðarins og aðrir sjóðir atvinnuveganna - er ástæða til að endurvekja þá? Hvað með hlut Glitnis/ríkisins í HS o.s.frv.?

3. Skipaður verði óháður umboðsmaður viðskiptavina í hverjum banka. Skal hann m.a. hafa það hlutverk að gæta þess að viðkomandi banki mismuni ekki viðskiptavinum með óeðlilegum hætti, að ferli við endurskipulagningu fyrirtækja og aðrar mikilvægar ráðstafanir sé gagnsætt og skráð og að bankinn gæti að samkeppnissjónarmiðum. Bankaráð velji umboðsmann í hverjum banka og tryggi að hann geti sinnt eftirliti sínu.
Það að bankaráðið velji þennan umboðsmann hýtur að draga úr óhæði hans. Hann virðist eiga að vera umboðsmaður stórra kúnna og fyrirtækja, hvað með umboðsmann vanalegra sparifjáreiganda?

4. Við endurskipulagningu fyrirtækja verða valdar leiðir sem efla samkeppni eða hamla samkeppni minnst.  Á sama hátt verði svigrúm til að draga úr fákeppni eða markaðsráðandi stöðu nýtt sem kostur er. Þeim tilmælum er beint til bankaráða að hafa hliðsjón af þeim meginreglum um samkeppnissjónarmið sem koma fram í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2008.

Hvaða fyrirtæki er verið að ræða um hér? Eru bankarnir sjálfir undir hér? Á að skipta Baugsfyrirtækjum upp? Hvaða hugmyndafræði er að baki þessu?

5.Ríkisstjórnin mun liðka fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingasjóðs atvinnulífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta, þar á meðal erlendra. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir lagasetningu sem rýmkar heimildir lífeyrissjóða til að taka þátt í slíkum fjárfestingum innanlands.

Hér er komið að mikilvægu atriði sem er breytingar á skilyrðum fyrir fjárfestingum lífeyrissjóða. Á nú að gera þeim kleift að fjárfesta út frá öðru en "hámarks hagnaðarvon"? Gæti orðið mjög jákvætt atriði.

6. Ríkisstjórnin hvetur til þess að í fjárfestingastefnu sinni taki endurreisnarsjóður m.a. tillit til sjónarmiða er lúta að góðum stjórnunarháttum og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, þar á meðal áherslu fyrirtækja á að viðhalda eða fjölga störfum. Auk þess verður lögð áhersla á launastefnu, jafnréttisstefnu, umhverfisstefnu, framlög til rannsókna og þróunar, mikilvægi starfsemi fyrir grunnþjónustu samfélagsins o.s.frv.

Þessa stefnu á að útvíkka til allra opinberra fyrirtækja, auk þeirra fyrirtækja sem fá fyrirgreiðslu úr sjóðnum.

7. Ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum, m.a. í því skyni að tryggja endurfjármögnun bank-anna, fjölbreyttara bankaum¬hverfi og greiða fyrir eðlilegum lánaviðskiptum innlendra aðila og erlendra banka.

Nú á að bæta gráu ofan á svart með því að leyfa erlendum bönkum að taka þá íslensku upp í skuld, amk að hluta. Ekki er orð um kosti þess að halda bönkunum í ríkiseigu, öllum eða sumum. Væri ekki eðlilegra að þetta eigi bara við um"gömlu bankana"? Hvað varð um alla þá starfsemi - er strúkturinn amk ekki enn fyrir hendi? Er bara hægt að selja steypu, skrifborð og tölvur og annað handfast?

8. Fyrirtækjum sem uppfylla að öðru leyti skilyrði laga verður gert kleift að gera ársreikninga upp í erlendri mynt með lagasetningu sem gildi afturvirkt frá 1. janúar 2008.

Hvernig passar þetta við heildarstefnu landsins í myntmálum? Var ekki talið að þessi bakdyraleið, þ.e. að evruvæða þjóðfélagið með því að fyrirtækin gerðu það sjálf eftir eigin höfði með upptöku erlendrar uppgjörsmyntar, væri versta leiðin sem fær var? Er búið að ákveða að taka upp evruna?

9. Stjórnvöld greiði með lagasetningu fyrir langtímaeign lífeyrissjóða á fasteignum sem þeir hafa lánað fyrir. Þannig má bjóða einstaklingum og fyrirtækjum sem missa fasteignir sínar að búa eða starfa áfram í fasteigninni með því að leigja hana af lífeyrissjóðunum.

Verður sama gert gagnvart Íbúðalánasjóði?

10. Lögð verði sérstök áhersla á mannaflsfrekar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum ríkisins Leitað verði eftir samstarfi við sveitarfélög um tímasetningu framkvæmda með það fyrir augum að standa vörð um atvinnu fólks og auka hagkvæmni.

Hvernig rímar þetta við skilyrði IMF? Eiga ríkið og sveitarfélög ekki að skera niður, skv þeirra kröfum?

11. Stjórnvöld munu beita sér fyrir endurskoðun á ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og annarra laga í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika vegna efnahagsástandsins.

Munu sömu úrræði standa opinberum fyrirtækjum og stofnunum til boða?

12. Ríkisstjórnin mun í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins fara yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur sem ætlað er að styrkja gengi krónunnar til að takmarka neikvæð hliðaráhrif þeirra eins og kostur er."

 


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru allt gagnlegar spurningar og þyrfti að skoða. Það sem ég hef áhyggjur af hvernig þeir ætla að greina "lífvænleg" fyrirtæki. Nokkur fyrirtæki eru til dæmis hætt að borga víxla sína en eru á sama tíma að auglýsa búðir opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á vaxtalaus 6 mánaða lán. Það er ljóst að þessi háttsemi þeirra gerir öðrum samkeppnisaðilum þeirra sem eru að reyna að standa í skilum erfitt fyrir.

Anna María Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband