Hin lögfræðilega/pólitíska mótsögn

Það verður reyndar fróðlegt hvað téðum fræðimönnum mun finnast til um lögfræðilegt ágæti þess “Salmonellu”- dóms sem ríkisstjórnin hvað upp í þessum máli í dag.

Í frumvarpinu segir, að náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign. Sé með því vísað til fullveldisréttar og sameiginlegrar ábyrgðar allrar þjóðarinnar á náttúruauðlindum Íslands og sérstaklega tekið fram, að ekki sé með þessari stefnuyfirlýsingu haggað við réttindum einstaklinga og lögaðila sem njóta verndar samkvæmt eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar,” segir í frásögn netMbl.

Ekki verður betur séð en að hér hafi tekist ágætlega að búa til lögfræðilega mótsögn. Hvernig geta ákveðnir aðilar átt fullan eignarréttlega varðan hlut í þjóðreigninni? Hlýtur ekki að þurfa að hafa þetta skýrt? Þjóðin á eignina, en einstaklingar geta haft af henni afnotarétt eftir atvikum. Þeir sem njóta beinna hlunninda af þessum afnotarétti í formi fjárhagslegs arðs eru í raun að fá greitt ákveðið umsýslugjald vegna þeirrar staðreyndar að þeir eru eigendur lands eða kvóta. Aðrar tekjur, en þær sem má telja hóflegt og sanngjarnt umsýslugjald til landeiganda fyrir afnot af vatnsréttindum eða kvótaeiganda fyrir að afla, renna til þjóðarinnar.

Landeigendur hafa gert 96 milljarða kröfu vegna vatnsréttinda við Kárahnjúka. Það kann að vera að verðmatið á vatnsréttindunum sé byggt á einhverju áþreifanlegu, en það er ljóst að það er langt frá því að vera hóflegt eða sanngjarnt umsýslugjald til landeiganda fyrir það eitt að vatnsfall rennur í gegnum landareign þeirra. (Bætur fyrir rask vegna virkjanaframkvæmda eru óskylt mál.) Það má komast að einhverri niðurstöðu um hvort það sé réttmætt gjald til landeiganda að hann fái hundrað milljónir fyrir að áin renni fyrir utan gluggann. Hinn hluti verðmætis vatnsréttindanna ætti þá að leggjast inn á reikning landsmanna.

Þjóðin á Þingvelli og Hnitbjörg. Að sjálfsögðu getur þjóðin átt eign. Það er engin pólitísk mótsögn í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Magnússon

Sæll Páll

Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá þér, ekki síst í nýjustu færslunni varðandi vatnsréttindin. Ætla að skoða þær í betra tómi.

Gaman væri að fara til sýslumannsins á Selfossi og fá þinglýsingarvottorð fyrir Þingvelli. Efast ég þó um að skráður eigandi sé íslenska þjóðin heldur fremur íslenska ríkið eða prestsetrasjóður. Mönnum blandast ekki hugur um að ríkið getur átt eignir enda lögaðili. Öðru máli gegnir um þjóðina sem er óræðara hugtak og ekki lögaðili sem slík.

Kv. ÞM 

Þorsteinn Magnússon, 16.3.2007 kl. 02:55

2 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Sæll Þorsteinn og þakka meldinguna. Það er rétt að það væri fróðlegt að sjá hvað stendur í bókum sýslumannsins á Selfossi en í lögunum þjóðgarðinn að Þingvöllum kemur skýrt fram að Þingvellir eru "ævinlega eign íslensku þjóðarinnar." Hins vegar held ég að megi vera ljóst, eftir að stjórnarflokkarnir hurfu frá frumvarpinu, að hugur hafi ekki fylgt máli. Sjálfstæðismenn vildu ekki þessar breytingar og Framsóknarmönnum mátti vera ljóst að opinber túlkun þeirra - þ.e. að hér væri verið að setja auðlindir í eign þjóðarinnar og verja þær einkaeignarétti einstaklinga, hélt ekki vatni. Enda var frumvarpið í mótsögn við aðgerðir stjórnarflokkanna hvað snýr að auðlindum, þar sem þeir hafa keppst við að gera þær undirorpnar einkaeignarétti einstaklinganna.

b.kv Páll

Páll Helgi Hannesson, 16.3.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband