Svona einkavæddi ríkisstjórnin auðlindir í jörðu

Ögmundur Jónasson skrifar góða grein á visi.is í dag og minnti á stefnufestu VG gegn einkavæðingaráráttu ríkisstjórnarinnar, m.a. þegar þeir fluttu auðlindir í jörðu til einkaaðila.
Af því áhugasamur lesandi spurði hvernig liggi í því að landeigendur eigi einkarétt á auðlindum í jörðu niður, þá tók ég saman nokkrar línur úr lögunum:
Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu 1998 nr. 57 10. júní

I. kafli. Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr. Lög þessi taka til auðlinda í jörðu í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga. [Lögin taka einnig til rannsókna á vatnsafli til raforkuframleiðslu.]1)
Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.

2. gr. Eignarland merkir í lögum þessum landsvæði, þar með talið innan netlaga í stöðuvötnum og sjó, sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.

II. kafli. Eignarréttur að auðlindum.
3. gr. Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins,1) nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.
Það er kannski ekki furða þó menn hafi kallað auðlindafrumvarp ríkisstjórnarinnar sjónarspil!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Ætli uppkaupendur jarða hafi eitthvað með þetta að gera ?

Pétur Þorleifsson , 9.5.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Kolgrima

Um daginn rölti ég yfir landið mitt, hlustaði hugfangin á lækina mína, dáðist að fossunum mínum, mældi út fjöruna mína, heillaðist af útsýninu mínu, hlustaði á fuglana mína - mína? ja, þeir verpa að minnsta kosti í kvosinni minni.

Og ég hugsaði með mér að landið mitt sem væri svo gjöfult ofanjarðar, gæti lumað á ýmsu þar sem augað ekki sér. Ég viðraði þessa hugmynd snarlega við herra minn og húsbónda, sagðist vilja leggja í leiðangur og leita að gulli, olíu og heitu vatni.

Hann sagði þá, elskan mín, ef þú finnur gull eða olíu, þá átt þú hvorugt, því eignarrétturinn á landinu nær svo stutt niður. Hætti ég þá með öllu við að grafa, ekki vil ég grafa á mínu landi eftir annarra manna gulli.

Nú segir þú annað. Nú segir þú að frumefni (gull), orkugjafar (olía og heitt vatn) sé óvéfengjanlega mín eign, þótt þetta sé langt ofan í jörðinni. Spurningin er, hversu langt ofan í jörðina er mér óhætt að grafa til þess að það sem ég finn verði mín eign?

Með kærri kveðju

Kolgrima, 9.5.2007 kl. 03:17

3 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Ef ég þekki bónda þinn rétt og þú sendir hann út í garð með skóflu að grafa, þá held ég að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að hann grafi sig niður úr eignarrétti ykkar hjóna næstu misserin. Samkvæmt þessum lögum er enginn endir á - svona niðurávið. Þannig að þegar íslenskir bændur fara að lenda í eignarréttardeilum við Kölska í neðra, þá geta þeir bara gripið lagasmíð ríkisstjórnarinnar og prófað að veifa henni! Þá gæti loks reynt á hvort íslenskir lögfræðingar standast andskotanum snúning!

Hvernig gengur annars garðræktin? Miðar túristagildrunni (völundarhúsinu) eitthvað áfram? Hef saknað að heyra í þér og þínum!

Páll Helgi Hannesson, 9.5.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Kolgrima

Það er líklega rétt hjá þér að það er ólíklegt að við gröfum okkur niður úr eignaréttinum hjónin! Ræktunin gengur vonum framar, trén má sjá ef krækiberjalynginu er sópað til hliðar  Hér gildir: ef þú villist í skóginum, opnaðu augun...

Og Pétur, bara kúl að jarðarverð skuli fara hækkandi!

Kolgrima, 12.5.2007 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband