Tvítalning á Framsókn ?

Menn bíða nú spenntir eftir að heyra hvort ekki berist leiðrétting á ný frá Capacent Gallup í tengslum við síðustu tölur Framsóknarflokksins. Um daginn birti CapacentGallup leiðréttingu en þá höfðu þeir gert Framsóknarflokkinn að hástökkvara í útlögðum kostnaði vegna auglýsinga. Framsókn brást illa við enda kom í ljós að Capacent hafði óvart talið útlagðan kostnað flokksins tvisvar.

Núna telja menn líklegast að Capacent hafi gert sömu mistök og tvítalið fylgi Framsóknar í síðustu könnun en þá hoppaði fylgið öllum á óvart úr hefðbundum 7% í 14%. En væntanlega leiðréttist það í næstu könnun og hefur reyndar þegar gert það í könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í gær en þar er Framsóknarflokkurinn kominn í eðlilega flughæð eða 8,6% fylgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband