„Allt sem einu sinni hefur verið leyft má ekki banna – nema að greiddar séu fyrir skaðabætur.“

Hugtakið frelsi er eitt af höfuðhugtökum nútímans. Það birtist í ýmsum útgáfum og í nafni þess eru framin góð verk jafnt sem hræðileg. Hægri menn vildu meina að vinstra liðið vildi banna allt sem ekki væri sérstaklega leyft. Þeir hefðu sjálfir fallegri sýn, allt ætti að vera leyft sem ekki væri sérstaklega bannað. Nú í seinni tíð virðist ný útgáfa vera að skjóta rótum: „Allt sem einu sinni hefur verið leyft má ekki banna – nema að greiddar séu fyrir skaðabætur.“

Er þetta enn eitt dæmið um breytt gildi í þjóðfélaginu, þar sem allt er lagt á mælistiku peninganna og lýðræðið neyðist til að aðlaga sig þörfum nýrra valdhafa í þjóðfélaginu? Er þetta ekki undarlegur snúningur á lýðræðinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Skemmtileg pæling! Fyrir mér er einn af hornsteinum lýðræðisins sá að leikreglum verði ekki breytt eftir geðþótta stjórnvalda hverju sinni þannig að það komi niður á þeim sem ekkert hafa til saka unnið annað en að fara eftir ríkjandi leikreglum.

Man alltaf eftir því þegar fólk mátti ekki byggja fjós (af því að það var nóg af mjólk). Það var hægt að banna fólki sem ekki átti kýr að byggja fjós vegna þess að lán til landbúnaðar komu frá ríkisreknum fjármálastofnunum.

Svo var skipt um ríkisstjórn og þá fékk fólk lán til að byggja fjós af því að þá átti að auka samkeppni eða eitthvað eða leyfa fólki að berjast sjálfu á markaðinum. Svo var aftur skipt um ríkisstjórn og þá mátti fólk ekki kaupa kýr í fjósið. Þetta er hvorki lýðræðislegt né hreinlega mannúðlegt. Og ótrúlega stutt síðan! 

Kolgrima, 20.9.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Palli eru peningar ekki bara pappír, með mynd framan á og aftan. Ef bankastjórar fara í verkfall, þurfum við ekki að borgar skuldir okkar og þeir yrðu gjaldþrota. Ef við launamenn förum í verkfall fer allt  þjóðfélagið á hausinn. Þurfum við ekki að fara að kíkja í Marx gamla. Verkalýðurinn getur nefnilega ráðið öllu ef hann stendur saman.

Rúnar Sveinbjörnsson, 22.9.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband