Hvað á ný borgarstjórn að gera í orkumálum?

Ný borgarstjórn gæti verið í burðarliðnum. Hvað ætti nýr borgarstjórnarmeirihluti að gera í málefnum OR? Hann á að tryggja númer eitt að hlutur OR í HS fari ekki yfir til REI og leiði þar með til fullkominnnar einkavæðingar HS. Samrunasamninginn á að taka upp og endurskoða með hagsmuni almennings fyrir augum. Um hann þarf að fara fram opin umræða sem og hver sé tilgangurinn með útrás OR. Hætta á við áform um að hlutafélagavæða OR. Stefnan á að vera að almannaþjónustan verði í eigu hins opinbera og náttúruauðlindirnar í eigu þjóðarinnar. Þetta er bara byrjunin. Ef svo færi....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Rifta samruna- samningnum eins og skot auðvitað

ÁFRAM STELPUR.

Ekki láta draga sig útí vitleysu þetta eru bara orð á blaði!

Fríða Eyland, 11.10.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvað getur þú sagt mér af dómsmáli Svandísar? Er það nóg? Ég er að gæla við þá hugsun að það sé óhjákvæmilegt að kæra gjörningana til lögreglunnar sem tilraun til þjófnaðar á eigum borgarbúa. Gallinn er sá að þá færi málið líklega til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra...

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.10.2007 kl. 17:40

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Ritstjóri Fréttablaðsins segir að OR þurfi ekki að vera svo gagnsæ : "Klípan varðandi þetta er hins vegar sú að Orkuveitan var þegar árið 2001 sett undir leikreglur einkamarkaðarins. Alþingi samþykkti þá með samstöðu allra flokka á Alþingi, að beiðni þáverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að taka Orkuveituna undan almennum reglum stjórnsýsluréttarins. Það átti bæði við um málsmeðferðarreglur og launa- og starfskjör."

Pétur Þorleifsson , 14.10.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband