14.7.2010 | 02:25
Moldviðri Unnar
Unnur Kristjánsdóttir, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu er augljóslega að afvegaleiða lesendur og hylja eigin spor, þegar hún gerir ónákvæmt orðalag Ögmundar - eða ónákvæma endursögn fréttastofu RÚV, um "að erlendum aðilum" sé óheimilt að fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði að gagnrýnisefni í sérstakri "leiðréttingu" við frétt RÚV. Þar þyrlar hún upp miklu moldviðri með það að markmiði að gera Ögmund ómarktækan og nær samtímis að leiða athyglina frá kjarna málsins og þeirri ábyrgð sem hún ber á því að "erlendur aðili", fyrirtæki UTAN EES fær í mótsögn við lögin, leyfi nefndarinnar til að kaupa Hitaveitu Suðurnesja.
íslensku lögin eru alveg skýr í því að þau heimila ekki fyrirtækjum utan EES, eins og kanadíska fyrirtækinu Magma, að fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði. Þau hafa að geyma ákvæði sem að eiga sérstaklega að koma í veg fyrir að fyrirtæki utan EES noti bakdyrnar, með stofnun skúffufyrirtækja, til að komast inn á hinn innri markað ESB. Það voru þessar bakdyr sem meirihluti nefndarinnar um erlenda fjárfestingu undir formennsku Unnar, opnaði með svo hæpinni túlkun á lögunum að ólíklegt má teljast að meirhlutinn hefði treyst sér að komast að þeirri niðurstöðu ef hann hefði ekki talið sig njóta til þess pólitísk stuðnings. Eða hvaða hagsmunum var hann annars að þjóna?
Unnur veit því vel upp á sig skömmina í þessum efnum, en er engu að síður svo óskammfeilin að hún ákveður að taka ónákvæmt orðalag um "erlenda aðila" bókstaflega og leiðir síðan út frá því að Ögmundur fari með rangt mál og er alveg standi hissa á "rangfærslum" Ögmundar! Það er rétt að "erlendir aðilar" í merkingunni "erlendir aðilar innann EES" mega fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði, en hitt er líka rétt að "erlendir aðilar" í merkingunni "erlendir aðilar utan EES" mega það ekki. Það átti Ögmundur við og það mátti Unni svo sem að vera ljóst.
Málið snýst því um það hvort skúffufyrirtæki Magma í Svíþjóð sé eingöngu stofnað í þeim tilgangi að reyna að fara á svig við reglur innri markaðar EES eða hvort það sé raunverulegt sænskt rekstrarfyrirtæki og að það hafi sem slíkt rétt til að fjárfestinga í íslenskum orkuiðnaði. Það vita það allir að "sænska fyrirtækið" er stofnað í þeim tilgangi einum að reyna að skapa hinu kanadíska Magma fótfestu innan EES. Rekstur þess er enginn utan þess að sjá um reksturinn á HS sem Magma í Kanada hafði ekki leyfi til að stunda. Hafi "erlendur aðili utan EES" ekki leyfi til fjárfestinga innan EES og sérstaklega er tekið fram að ekki megi fara í kringum það bann með stofnun skúffufyrirtækis innan EES, þá getur rekstur skúffufyrirtækisins fyrir hönd móðurfélagsins aldrei verið annað en ólöglegur. Að halda því fram að Magma í Svíþjóð sé "alvöru fyrirtæki" af því það reki Hitaveitu Suðurnesja er því auðvitað ekkert annað en óskammfeilinn útúrsnúningur.
Meirihluti nefndarinnar undir formennsku Unnar stimplaði skúffufyrirtækið hins vegar sem fullgildan aðila að EES og heimilaði því að kaupa HS. Það er hins vegar alveg ljóst að ef slík skemmri skírn til inngöngu í EES væri heimil, þá væri innri markaður ESB í raun opinn öllum heiminum. Slík er ekki raunin.
Annars rekur Ögmundur Jónasson málið með skýrum hætti á nýjasta bloggi sínu og svarar þar ásökunum Unnar.
Sjá:
http://www.ogmundur.is/annad/nr/5402/
Undrast ummæli Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, Páll Helgi !
Þú tekur á málinu af þekkingu og festu og keyrir Unni upp að veggnum.
Ég er eins og hver annar dilettant í þessu miðað við þína vinnu, en hér er minn smápistill: Burt með Magma!
Jón Valur Jensson, 14.7.2010 kl. 05:46
Flott færlsa Páll Helgi.
Með eindæmum að nefnd sem þessi hafi komist að því eftir margra mánaða japl og yfirlegu að þetta væri heimilt þegar þokkalega skynsamur maður þyrfti einungis mínútu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri ólöglegt og óheimilt.
Þessi Unnur er vægast sagt dapurlegur karakter þó svo að ekki sé meira sagt en ég ætla að spara stóru orðin núna.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.