9.9.2007 | 00:09
Síðasta kvöldmáltíðin
Jesú kom þreyttur heim að kvöldi, eftir erfiðan dag, fundastúss og ýmsa kraftaverkavinnu. Bjóst hann við að hitta postulana í svipuðum gír, maulandi fátæklegar brauðskorpur og áhyggjufulla yfir flóknu ástandi heimsmálanna. Þess vegna rak hann upp stór augu þegar hann gekk inn um dyrnar og sá að þeir voru allir hinir kátustu og snæddu heimsendan Kínamat. Sneri hann sér að Mattheusi sem næstur sat og spurði furðu lostinn hvað gengi eiginlega á? Það kom fát á Mattheus þegar hann sá framan í meistarann, en loks stamaði hann rjóður í framan: "Ja, ég veit nú ekki alveg, en það virðist sem að Júdas hafi einhvers staðar komist yfir einhverja aura!"
Þennan á Billy Connally. En snúningur Jóns Gnarr er alveg ágætur líka...er þetta ekki líka alveg í takt við kristilegan áhuga hans? Hvað skyldi Síminn annars hafa borgað honum? Svona alveg í gríni sagt...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2007 kl. 17:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.