Peningana eða lífið? Valkostir OR í útrásinni.

Reykjavik Energy Invest, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram fimmtíu þúsund milljónir króna til útrásarverkefna út í hinum stóra heimi. (http://www.visir.is/article/20070911/FRETTIR01/70911075) Þar af ætlar Orkuveita Reykjavíkur að leggja til 40% eða 20 milljarða króna sem kjölfestufjárfestir. Þetta eru ekki litlir fjármunir sem Guðmundur Þóroddsson ætlar að draga upp úr sameiginlegum sjóðum Reykjvíkinga og gæti borgarstjórn Reykjavíkur með Villa borgarstjóra og Binga í fararbroddi væntanlega nýtt einhvern hluta af þeim til að hækka laun ummönnunarstétta á launaskrá sinni. Og þar með mannað barnaheimilin þannig að foreldrar barna komist í vinnuna, starfsfólk fái mannsæmandi laun og börnin góða umönnun. Eða kannski Guðmundur hafi hugsað sér að Orkuveitan taki þetta að láni og væri þá fróðlegt að fá að vita hvað breytingin á OR úr sameignarfélagi í hlutafélag mun kosta okkur eigendur OR og Reykjavik Energy Invest vegna hækkaðra lántökugjalda hlutafélagsins?  

Þrátt fyrir tal um umhverfisvæna útrás, mannkyninu til góða, þá er þetta allt gert til þess að græða á því. Bjarni Ármannsson, Guðmundur Þóroddsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Bingi ganga nú um blindaðir af dollaraglampanum í augunum. Það má benda þeim félögum á aðra útrásarmöguleika fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem liggja beint við OR og spyrja hvort stjórn OR væri ekki hugsanlega tilbúin til að leggja samsvarandi fjármuni í það verkefni? Hér er um að ræða nýtt verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að ná settum þúsaldarmarkmiðum S.þ. sem ríkisstjórn Íslands hefur m.a. skuldbundið sig til að vinna að. Verkefnið er að reyna að leysa vatnsvanda milljarðs karla, kvenna og barna og gengur einfaldlega út á að öflugar og ríkar opinberar vatnsveitur, eins og Orkuveita Reykjavíkur eða Hitaveita Suðurnesja, efli samstarf við veikburða opinberar vatnsveitur annars staðar í heiminum. Hér er um að ræða samstarf og aðstoð á sviði tæknilegrar aðstoðar, skipulagningar og fjármagns ef vill. Það má ýmislegt gera fyrir 20 milljarða, hvað þá 50 milljarða. En það heldur ekki að kosta miklu til.

Þetta verkefni Sameinuðu þjóðanna er í burðarliðnum og er vistað hjá stofnunni UN-HABTAT. (sjá: http://www.bsrb.is/news.asp?id=682&news_ID=1271&type=one ) Það kallast Global Water Operators Partneship og byggir á þeirri staðreynd að 90% vatnsveitna er í opinberri eigu. Ef hægt er að bæta rekstur og skilvirkni hluta þeirra sem starfa við þröngan kost í hinum fátækari löndum, þá meta Sameinuðu þjóðirnar það nú sem einn helsta valkost við að leysa vatnsvanda heimsins. Sá vonarneisti sem það myndi kveikja í augum milljóna er mun fallegri en dollaraglampinn í augum núverandi ráðamanna OR og samstarfsfélaga þeirra úr fjármálastétt. Daglega deyja þúsundir vegna þess að aðgang að hreinu og ódýru vatni skortir.

Spurningin er því: Hvað kýs meirihlutinn í borgarstjórn og forystumenn OR: Peningana eða lífið?

P.S. Einkafyrirtæki eru boðin velkomin í þetta verkefni – en með þeim skilyrðum þó að þau taki þátt án þess að að gera kröfur um gróða. Það hefur nefnilega komið í ljós að einkafyrirtæki eru alls ófær um að leysa vatnsvandann. Þau sinna nefnilega bara þeim sem geta borgað. Hitt fólkið þjónusta þau ekki.


mbl.is Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband