Logið að almenningi!

Í fréttatilkynningu um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy frá 3.10.2007 sem lesa má m.a. á heimasíðu OR er áhugaverður listi yfir sameiginlegar eignir þessara fyrirtækja. Það sem vekur langmesta athygli er eftirfarandi eign: “48% eignarhlutur í Hitaveitu Suðurnesja, sem er samanlagður hlutur beggja félaganna.“

Þetta hafa fjölmiðlar síðan tekið sem gefna staðreynd og lagt út af þetta sé í fyrsta sinn sem einkaaðilar eignist svona stóran hlut í almannaveitu og auðlindafyrirtæki. Sem að er auðvitað stórfrétt út af fyrir sig, svo stór að hún virðist hafa skyggt á enn eitt plottið sem er eitt það alvarlegasta í sögunni allri:

Aldrei hefur verið fyrr vikið orði að því að REI eignist hlut OR í Hitaveitu Suðurnesja! Engu að síður stendur greinilega til að færa eignarhlut OR í Hitaveitu Suðurnesja í hendur Reykjavík Energy Invest og þar með til Geysis Green Energy, ef Sjálfstæðismenn fá sínu framgengt með söluna.Þar með er ráðandi hlutur í almannaþjónustufyrirtæki og auðlindafyrirtæki kominn í hendur fjárfestingafyrirtækja eins FL Group og Atorku og banka, þ.e. Glitnis.

Allar yfirlýsingar um tilurð, stöðu og tilgang REI frá því stofnun fyrirtækisins var kynnt í mars sl. hafa sagt að hér er um útrásarfyrirtæki að ræða og eignir þess samanstandi af starfandi útrásarfyrirtækjum OR. (Skráðar eignir REI eins og þær eru kynntar á heimasíður REI er hér að neðan.) Ef litið er á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja yfir eigendur er Orkuveita Reykjavíkur skráður eigandi að 16,6% hlutabréfa. GGE er skráð fyrir 32% eða samtals 48%.

Þrátt fyrir þessa upplýsingagjöf til almennings hefur stjórn OR greinilega veitt heimild fyrir afhendingu eignarhlutar fyrirtækisins yfir til GGE. Vissu fulltrúar VG og Samfylkingar af þessu? Því trúi ég ekki fyrr en ég tek á, en tel að með þessum aðgerðum hafi stjórnendur OR og fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar endanlega glatað öllu trausti almennings.

Og af hverju hafa fulltrúar þessara flokka ekki skýrt frá því að þeir hafa veitt Geysi Green forkaupsrétt að hlut REI, komi til sölu á hlutum REI?? Þetta er með hreinum ólíkindum og hreinn skandall.

Spurningin er hvernig ætlar Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi og forsvarsmenn OR að axla sína ábyrgð í málinu? Hvernig mun lýðræðið virka þegar oddvitar meirihlutans eru berir að fara með sannleikann eins og þeim hentar fyrir almenningi?

Af heimasíður Hitaveitu Suðurnesja:

Eignarhlutir í HS skiptast á eftirfarandi hátt:

 Hlutfall (%) Reykjanesbær  34,74831% Geysir Green Energy 32,00000% Orkuveita Reykjavíkur 16,58220% Hafnarfjarðarbær 15,41780% Grindavíkurbær  0,50903% Sandgerðisbær  0,32298% Garður 0,32004% Vogar 0,09964%

Samtals 7.454.816.000 kr  - 100,0000%

Af heimasíðu REI um eignir:  Key equity shareholdings include:

Enex hf 1969 A vertically integrated geothermal and hydro-energy development firm owned by REI, Geysir Green Energy, state-owned Landsvirkjun and several smaller investors. Enex Kína ehf (Enex China ehf) 2002 A joint venture of several parties including a Chinese corporation. Enex China ehf is building a significant district heating system in a large city in central China. Galantaterm Ltd 1995 A district heating system operator in the city of Galanta in Slovakia. Iceland America Energy, Inc. 2007 A geothermal energy exploitation and development company focusing on opportunities in the United States. PNOC-EDC 2007 The Philippines’ largest producer of geothermal power. The company is now undergoing privatization with the initial step taken in mid-year 2007 VistOrka – Hydrogen 2007 Icelandic consortium for applying hydrogen for transportation. Metan Ltd. 2007 Markets and distributes energy in the form of raw gas (landfill gas) and upgraded methane. Metan Ltd. is a member of the European Natural Gas Vehicle Association (ENGVA).


mbl.is Orkulindirnar ekki endilega andlag einkavæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ólafsson

Þakka þér fyrir, þetta er ákaflega athyglisvert og skýrir ýmislegt, ég var síðast í morgun að velta fyrir mér þessum eignahlut REI í Hitaveitu Suðurnesja: hvernig stendur á honum?

Einar Ólafsson, 10.10.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband