6.11.2007 | 22:05
KBBanki sannar nauðsyn Íbúðalánasjóðs
Kaupþing Banki hefur nú staðfest að gagnrýni þeirra sem óttuðust afleiðingar þess að bankarnir yfirtækju húsnæðislánamarkaðinn og hrektu Íbúðalánasjóð út í horn. KBBanki hefur sýnt fram á að bönkunum er ekki treystandi fyrir þessum markaði.
Í frétt RÚV í kvöld segir: "Fasteignakaupendur á næstu mánaðamótum ekki yfirtekið húsnæðislán frá Kaupþing banka nema greiða mun hærri vexti en þegar lánið var tekið. ... Óttast er að hinir bankarnir fylgi í kjölfarið." Málið er sem sagt þannig vaxið að hafi ég glapst til að taka lán hjá KBBanka á þeim lágu gylliboðavöxtum sem þeir buðu í upphafi, og vil selja íbúðina mína, þá má kaupandi hennar ekki yfirtaka lánið á þeim sömu vöxtum og ég tók það á. Þeir verða að gjöra svo vel að yfirtaka lánið á hærri vöxtum, þeim vöxtum sem bankinn hefur ákveðið að gildi í dag.
Lánið sem ég tók og ber skylda til að greiða af skv. umsömdum skilmálum og verða gerður upptækur ella, er ekki lengur mitt þegar ég vil selja íbúðina mína. Nei, þá áskilur bankinn sér rétt til að ganga í milli og gera þeim sem vill taka lánið yfir að greiða nýja og allt aðra vexti af láninu.
Það ber að þakka þeim stjórnmálamönnum sem stóðu vörð um Íbúðalánasjóð og vöruðu við afleiðingum þess hvað kynni að gerast ef bankarnir tækju markaðinn yfir, eins og þeir hafa gert ítrekaða kröfu um. Og bankarnir hafa ekki dregið dul á að íbúðalánasjóður er þeim mikill þyrnir í augum. Nú skiljum við enn betur af hverju. Eina ráðið er að styrkja Íbúðalánasjóð og eiga ekki viðskipti við banka sem hefur aðeins áhuga á eigin gróða.
Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2007 kl. 15:15 | Facebook
Athugasemdir
Glitnir er búinn að vera með þetta svona lengi og eflaust LÍ líka.
Lánið sem þú tókst er þitt og þú fékkst þessi vaxtakjör. Enda er eðlilegra að þú takir lánið með þér ef þú ert að kaupa þér nýja íbúð. Hálf kjánalegt að láta það með íbúðinni til þess eins að taka annað fyrir þeirri næstu, betra er að taka lán fyrir mismuninum, miklu minni lántökukostnaður.
Jóhann, 6.11.2007 kl. 23:32
Það hlýtur að koma að því að almenningur gefist upp á að vera upp á braskara og gróðapunga kominn. Það kæmi mér ekki á óvart ef eftir einhvern tíma, kannski eftir 15-20 ár, verði búið að stofna hér bæði kaupfélög og nýja samvinnusparisjóði, til að sporna við fákeppni á fjármála- og matvörumarkaði. Kannski gerist þetta fyrr. "Fair trade"- innflutningur gæti t.d. farið að aukast og hann gæti ýtt undir stofnun samvinnufélaga á öðrum sviðum.
Einar Ólafsson, 7.11.2007 kl. 17:49
Ég verð að leiðrétta fyrri athugasemd frá mér, það var Frjálsi fjárfestingabankinn sem byrjaði með þetta og einhverjir sparisjóðir fylgdu í kjölfarið.
Jóhann, 7.11.2007 kl. 19:17
Ég fæ ekki betur séð en að endurvekja verði Verkamannabústaði þannig að almennir launamenn geti keypt sér eða leigt á kostnaðarverði. Ég minnist ekki að hafa heyrt um þessa kröfu vegna komandi kjarasamninga. Þegar lámarkslaunin 100 þús. rúm nægja ekki fyrir leigu hefur skapast neyðarástand.
Rúnar Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.