Djúpboranirnar – nýtt mál fyrir ESA? LV og Alcoa í eina sæng – hagsmunaárekstur?

Í opnugrein í Morgunblaðinu í dag 12. september er fjallað í upptendruðum stíl um möguleika djúpborana. „Íslendingar eru í algjörum fararbroddi“, segir félagi Össur innblásinn af áhuga sessunauta sinna á blaðamannafundinum, en það voru forsvarsmenn Landsvirkjunar, OR, Hitaveitu Suðurnesja, auk þess sem fyrirtækið Alcoa hafði náð að skjóta sér inn fyrir þröskuldinn. Þessir aðilar ætla í sameiningu að leggja opinbert fé í það sem eini maðurinn sem veit eitthvað um hvaða ævintýri er verið að leggja út í, Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðvísindamaður og formaður djúprýnihóps, segir vera „gríðarlegt áhættufjármagn sem sett er í verkefnið og rétt að fólk átti sig á því.“ Meira um það síðar.

En það var annað atriði í fréttinni sem vakti hjá mér spurningar. Þar segir að það sé Landsvirkjun sem sjái um framkvæmdina, en fyrirtækið sé „um þessar mundir að ljúka við gerð samnings við Jarðboranir hf. um borunina, auk þess sem efni til framkvæmda hefur verið pantað.“ Jarðboranir hf. sem eitt sinn voru í eigu ríkisins, eru nú í eigu Geysis Green Energy.

Spurningin sem vaknaði og ég varpa fram hér er hvort verksamningar Landsvirkjunar vegna borananna og innkaupa á efni hafi verið boðnir út á Evrópska efnahagssvæðinu eins og skylt er skv. lögum nr. 84 30. mars 2007 um Opinber innkaup, ef að upphæð samningsins er hærri en 10 milljónir? Ekki tókst mér að finna neinar upplýsingar um það útboð á vef LV , þar sem slíkar upplýsingar eiga að liggja frammi. En kannski hefur mér yfirsést?

Landvirkjun og Alcoa í einni sæng – hagsmunaárekstur?

Eða eru þessir aðilar búnir að stofna nýtt fyrirtæki um djúpboranaverkefnið, þar sem saman fara þá hagsmunir íslenskra orkufyrirtækja og Alcoa? Ef svo er breytir það í fyrsta lagi einhverju um að allir verksamningar og innkaup falla undir opinber innkaup, þar sem meirihluti fyrirtækjanna eru opinberir aðilar skv. skilgreiningu laganna – og hins vegar, leiðir ekki af stofnun slíks sameiginlegs fyrirtækis þessara aðila um djúpboranir beinn hagsmunaárekstur Landsvirkjunar og Alcoa þegar kemur að raforkusölusamningum vegna álvera á Íslandi?

Hafi boranirnar ekki verið boðnar út skv. lögum um opinber innkaup, er það ekki eitthvað sem ríkisstjórnin, Ríkisendurskoðun, eftirlitsstofnun EFTA, ESA og blaðamenn ættu að skoða?  Það ætti alla vega að vera nóg til að fá Guðmund Þóroddson hjá OR til að staldra við. Ekki vill hann ganga á skjön við ESA, eða hvað?Og enn má spyrja: Ef að Landsvirkjun sér um framkvæmdina, tekur það fyrirtæki á sig skellinn ef illa fer? Stóð stjórn Landsvirkjun og Orkuveitunnar að þessum samningum – eða voru það bara forstjórarnir? Hefði kannski verið eðilegt að alþingi og borgarstjórn hefðu fjallað um málið? En um þessi atriði og mörg önnur hjóta íslenskir blaðamenn auðvitað að spyrja áður en dagur rennur.

 

Nokkur atriði úr lögum um opinber innkaup:

3.gr. Opinberir aðilar sem lögin taka til.Lög þessi taka til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila, sbr. 2.mgr. Lögin taka einnig til samtaka sem þessir aðilar, einn eða fleiri, kunna að hafa með sér.Aðili telst opinber ef hann getur borið réttindi og skyldur að lögum og sérstaklega hefurverið stofnað til hans í því skyni að þjóna almannahagsmunum, enda reki hann ekki starfsemisem jafnað verður til starfsemi einkaaðila, svo sem á sviði viðskipta eða iðnaðar. Auk þessskal eitthvert eftirfarandi atriða eiga við um hann:a. Starfsemi hans er að mestu leyti rekin á kostnað ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirraeða annarra opinberra aðila. Miðað skal við að aðili sé að mestu leyti rekinn á kostnaðríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða annarra opinberra aðila ef opinber fjármögnunnemur meira en 50% af árlegum rekstrarkostnaði.b. Hann lýtur yfirstjórn ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða annarra opinberra aðila.c. Hann lýtur sérstakri stjórn sem ríki eða sveitarfélög, stofnanir þeirra eða aðrir opinberiraðilar skipa að meiri hluta. 

Lög þessi taka til skriflegra samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur skv. 3. gr. gera við eitt eða fleiri fyrirtæki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.

20. gr. Viðmiðunarfjárhæðir.
Öll innkaup á vörum yfir 5.000.000 kr. og kaup á þjónustu og verkum yfir 10.000.000 kr. skal bjóða út eða gera í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í V. kafla.

14.gr

Gæta skal jafnræðis og gagnsæis við opinber innkaup. Óheimilt er að mismuna fyrirtækjum á grundvelli þjóðernis eða af öðrum sambærilegum ástæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband