Öfgahugsun

Á sínum tíma þegar hægri frjálshyggjuöfgamennirnir eins og Milton Friedman og Heyek hófu upp raust sína um að markaðurinn ætti að sjá um þjóðfélagið og afnema ætti hið hræðilega ríkisvald, var almenningur á því að hér færu geggjaðir menn. Hver átti að vera sjálfum sér næstur og afleggja skyldi alla samstarfs- og samhjálparhugsun sem birtist í nafni hins opinbera; sjúkrahús, skólar, fangelsi, lögregla skyldi fara á markaðstorgið.  Margrét Thatcher orðaði þessa grunnhugsun snyrtilega þegar hún sagði: "Það er ekkert til sem heitir fjölskylda" og átti þá við að eina fyrirbærið sem gilti væri einstaklingurinn á markaðstorginu. Eiturlyf átt að selja á frjálsum markaði - allt tal um annað var forræðishyggja. Þetta var heimsmynd sem fólki fannst og finnst ógeðfelld.

En þessir öfgamenn áttu sér öfluga talsmenn og fjárhagslega bakhjarla á alþjóðavísu sem sáu sér hag í því að fá þessa "fræðimenn" í lið með sér og söguna þekkjum við síðan. Hannes Hólmsteinn var settur í trúboðið og Davíð, Frikki Soph og Björn Bjarnason settust í valdastóla undir slagorðinu "Báknið burt". Smám saman hefur verið sótt að almannaþjónustunni og beitt hinum ýmsu röksemdum eftir sem hæfa þykir. Allt átti að vera betra í höndum einkaaðila, meiri skilvirkni, betri þjónusta o.s.frv. - það þurfti ekkert að ræða það frekar né færa fyrir því haldbær rök. Reynslan hefur hins vegar sýnt að almannaþjónustunni er síst betur komið í höndum einkaaðilanna. Þeir hafa önnur markmið en almannaþjónusta hins opinbera - einkaaðilar vilja græða á rekstrinum. Þeim hefur mistekist með vatnið, þeim hefur mistekist með rafmagnið, þeim hefur mistekist með heilbrigðisgeirann, það er nóg að líta til Bandaríkjanna til að átta sig á því.

En það hafa líka verið fleiri rök fyrir því að almannaþjónustan sé í höndum hins opinbera en að það sé efnahagslega besti kosturinn sem veiti almenningi bestu þjónustuna. Ein slíkra raka hafa að gera með vald og beitingu þess. Þar hefur ríkið haft "einkarétt" til valdbeitingar. Fangelsi eru hluti af því kerfi - ríkið framfylgir dómum sem svipta menn frelsinu. Það er ekki verslunarvara. Það hefur ríkt samstaða um að fangelsun manna og afdrif þeirra á þeim tíma sé allt annað business. En Björn Bjarnason hangir greinilega enn í gamalli öfgahugsun. Hann vill kannski setja eiturlyfin á frjálsan markað líka?


mbl.is Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband