Vilji er allt sem þarf

Orkuveita Reykavíkur ætlar að leggja 20 milljarða sem kjölfestufjárfestir í Reykjavik Energy Invest. Fyrir 20 milljarða má hækka laun 500 starfsmanna hjá Leikskólum Reykjavikur um 238 þúsund krónur á mánuði næstu tíu árin! Fyrir sömu upphæð, 20 milljarða, má hækka ellilífeyri úr 24.831 krónu í 122.000 krónur fyrir eitt ár. Svona til að setja hlutina í samhengi.

Orkuveita Reykjavikur er fyrirtæki í eigu borgarinnar og undir stjórn hennar. Af hverju eiga oddvitar borgarstjórnarmeirihlutans, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi svona auðvelt að samþykkja 20 milljarða fjárfestingu OR í útlöndum, en geta ekki borgað umönnunarstéttum mannsæmandi laun?

 Er enginn sem kann að reikna arð af tryggu uppeldi barna á leikskólum, af ánægðu starfsfólki, af því að börn komist í leikskóla og foreldrar í vinnuna?


mbl.is Manneklu mætt með ráðningu eldri borgara í umönnunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Foreldrar kjósa að þiggja ekki verðmæt pláss á leikskóla en ala upp sín börn sjálf á heimilinu fá kr 0. Af hverju gleymist það alltaf í umræðunni um umönnunarstörfin?

Elías Theódórsson, 4.10.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Kolgrima

Það er öll þjóðin komin á gullgrafaraflipp. Mjög sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að flippa með fé borgarbúa án þess að spyrja þá fyrst. Eða var þetta í kosningaloforðapakka Sjálfstæðisflokks og Framsóknar?

Gott hjá þér að setja upphæðina í þetta samhengi, Palli, eftir að sumir fengu mörg hundruð milljónir í mánaðalaun hef ég eiginlega alveg misst sjónar á verðgildi peninga. Veit samt að ég fékk þunglyndiskast yfir að þurfa að borga 185000 fyrir viðgerð á bílnum mínum. Einu sinni átti ég bíl sem kostaði 185000.

Kolgrima, 4.10.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband