8.10.2007 | 11:36
Vaða Sjálfstæðimenn úr öskunni í eldinn?
Hættan er núna sú að flumbruganginum verði haldið áfram og vaðið úr öskunni í eldinn. Heyrst hefur að Sjálfstæðismenn muni leggja það til að OR selji hlut sinn í REI og að OR hætti öllum áhætturekstri, sem svo er kallaður. Það jákvæða við þessa þróun síðustu daga er að menn eru almennt búnir að átta sig á að halda þurfi almannaþjónustunni í opinberri eigu og að tryggja þurfi að náttúruauðlindirnar verði í eigu þjóðarinnar, en eftir stendur spurningin um annað hlutverk OR. Það er spurning sem þarf frekari ígrundunar við og meiri almennrar umræðu en að leiðtogalausir sjálfstæðismenn í borgarstjórn ákveði slíkt í taugaæsingi og hasti.
Svo dæmi sé tekið þá hafa Sameinuðu þjóðirnar verið að reyna að koma á legg samvinnu opinberra vatnsveitna, þar sem skipst er á reynslu, upplýsingum og þekkingu, til að bæta rekstur þeirra sem standa höllum fæti og líta á að það sé ein helsta vonin til að ná megi þeim þúsaldarmarkmiðum sem sett voru í sambandi við vatnið og stórbæta aðgang almennings að vatni og góðu frárennsliskerfi. Einhver ótímabær samþykkt um að OR einbeiti sér að kjarnaverkefnum héðan í frá, má ekki koma í veg fyrir slíka samvinnu sem gagnast OR, nýtir og eykur þekkingu starfsmanna þar á bæ um leið og lífskjör eru bætt hjá almenningi, þó svo sá almenningur kunni að búa á Filippseyjum eða Indónesíu.
Átti að vaða yfir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll frændi!
Þetta er afar þörf umræða...er það ekki?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.10.2007 kl. 12:00
Sammála. Mér finnst sjálfstæðisflokkurinn farinn á taugum og þar noti ýmsir tækifærið. Svo er næsta spurning, nú er sjálfstæðisflokkurinn búinn að ákveða að selja, HVER á að fá að kaupa?
Kristín Dýrfjörð, 8.10.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.