1.12.2008 | 11:23
Umsókn Íslands gerir Norðmönnum grikk
Umsókn Íslands að ESB setur strik í innanlandsmál í Noregi og gerir annað tveggja: neyðir norsku þjóðina til samninga um inngöngu í ESB þvert á vilja meirihluta landsmanna, eða neyðir þá til að semja á ný með einhverjum hætti um aðgang að mörkuðum ESB. Og þá út frá verri samningsstöðu en var uppi þegar þeir sömdu í samfloti með öðrum þjóðum og út frá sterkri stöðu um EES-samninginn á sínum tíma. Þau kjör sem Íslendingar gangast að, verða á matseðlinum fyrir Noreg. Ekki er örgrannt um að mörgum Norðmanninum þætti Íslendingar launa þeim hjálpsemina með sérkennilegum hætti, fari svo. Og spurning hvort Íslendingum dugi að vísa til frændsemi þjóðanna og aldagamallar vináttu, næst þegar við þurfum á greiðasemi þeirra að halda.
Sjá nánar: http://pallheha.blog.is/blog/pallheha/Íslendingar muna vinargreiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.