Dýr ráðherrastóll

Hver harmar ekki ástandið i Írak? Er það hið sama og segja sig opinberlega af lista hinna staðföstu stuðningsmanna Bandaríkjanna og biðjast afsökunar a þátttöku Íslands í Íraksstríðinu? Þetta hlýtur ad vera stuðningsfólki Samfylkingarinnar beiskur biti ad kyngja. Heldur finnst mér Ingibjorg Sólrún kaupa utanríkisráðherrastólinn dýru verði.
mbl.is Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi yfirlýsing Geirs um "ástandið" í Írak er einum of slepjuleg og sorglegt að Samfó geti ekki staðið við neitt af því sem þau lýstu yfir fyrir kosningar. Átti það ekki að vera þeirra fyrsta verk að koma okkur af þessum lista stríðsviljugra? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.5.2007 kl. 12:55

2 identicon

Ég hef fylgst svolítið með þessu orði "harma" gegnum tíðina. Það hefur ekki síst verið notað í utanríkisráðuneytinu þegar ráðherrann er krafinn um viðbrögð við glæpaverkum vina sinna. Þá segist ráðherrann "harma". Hvað þýðir það að "harma stríðsreksturinn"? Fylgjendur stríðsrekstrarins geta auðvitað harmað hann af því að hann hefur valdið hörmungum þótt hann hafi verið nauðsynlegur. Þetta hefur í raun verið afstaða Sjálfstæðisflokksins að undanförnu.

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:36

3 identicon

Í öðru lagi: Hvað þýðir "þátttaka í mannúðar- og uppbyggingarstarfi" í Írak. Er það þátttaka í starfsemi NATO í Írak?

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:21

4 identicon

Það er rétt að út af fyrir sig segir það lítið að harma Íraksstríðið. Hljómar ákaflega lint í eyru gagnrýnenda þessa hörmulega stríðs. Þetta er hins vegar gríðarstórt skref fyrir sjálfstæðismenn. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því að þeir hafa verið pýndir til að "sjá eftir" því að þetta hafi gerst og taka undir að úr því sem komið er þá sé mannúðar- og uppbyggingarstarf héðan í frá í forgrunni. Þetta hljóta sanngjarnir gagnrýnendur að sjá? Ef Vinstri græn hafa ætlað sér í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum - hefði ekkert verið gefið eftir? Burt úr Írak, annars engin ríkisstjórn? Fordæming á Bandaríkjunum í stjórnarsáttmála, annars engin ríkisstjórn? Hefði möguleikinn á stjórnarsamstarfi VG og D strandað á þessum ömurlegu mistökum fortíðarinnar eða hefði VG, fegin yfir brottför hersins á Miðnesheiði, gefið þarna eitthvað eftir í skjóli þess að önnur (framtíðar-)mál væru mikilvægari? Hver eru heiðarleg og hreinskilin svör ykkar?

Lilló (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 11:37

5 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Ég svara nú bara fyrir sjálfan mig en ekki "okkur". Ég get satt best að segja ekki ímyndað mér að VG hefði hengt sig í sömu snöru og ISG gerir nú. Ég get heldur ekki séð hvers konar gríðarleg fórn það á að vera Sjálfstæðismönnum að viðurkenna að þátttaka Íslands í þessu stríði hafi verið mistök sem beri að leiðrétta. En þeim er greinilega annara um að reyna að verja orðspor Davíðs Oddsonar en íslensku þjóðarinnar. Annars held ég að það sé verið að drepa málinu á dreif meðað krefja VG svara um hvað þeir hefðu gert ef... Ef og hefði og mundi, átján lappir undir einum hundi.... Að sjálfsögðu beinast sjónir manna að því hvernig ISG var tilbúin að ganga á bak eindreginna orða sinna og svíkja þar með það fólk sem kaus Samfylkinguna. Það góða vinstra fólk sem kaus Samfylkinguna hlýtur að hugsa sér til hreyfings þessa dagana, það hinkrar kannski aðeins við og sér hverju framvindur í einkavæðingaráformum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í orkugeiranum, heilbrigðisgeiranum og víðar... en svo fer það. Hin sem eftir sitja eru þau sem eru sátt við hægri sveiflu Samfylkingarinnar. Hægri kratar hafa löngum verið fjölmennir í Samfylkingunni og þeim á væntanlega eftir fjölga þar hlutfallslega á næstu vikum.... og þó á ég ekki von á nýjum félögum í flokkinn.

Páll Helgi Hannesson, 29.5.2007 kl. 16:25

6 identicon

Það er að mínu viti langt í frá að verið sé að drepa málinu á dreif með því að spyrja VG-fólk hvað það hefði gert í samstarfi við D og hvað VG hefði samþykkt að færi í stjórnarsáttmála. VG vildi fara í stjórn með D (burt séð frá því að það hafi ekki talist fyrsti kostur). Þá hefði væntanlega orðið hægri tilfærsla hjá þeim flokki eða hvað? Og mér finnst það ekki vera málinu óviðkomandi að spyrja sem svo: Hvað hefði VG gert frammi fyrir nefndri áherslu D á "að reyna að verja orðspor Davíðs Oddsonar"? Bara sagt: "Þá getum við ekki unnið saman. Velferðar- og umhverfismál skipta engu ef ekki er hægt að setja fordæmingu á Íraksstríðinu í stjórnarsátmála og krefjast brottfarar herliða úr Írak"? Hefði þessi orðið forgangsröðin hjá VG? Hefði VG bara alls ekki fórnað einni einustu af átján löppum hundsins?

Lillo (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 13:50

7 Smámynd: Einar Ólafsson

"VG vildi fara í stjórn með D". Ég veit það nú ekki. Kannski einhverjir hafi viljað það. Ég er í flokksráði þessa flokks og ég tók undir með formanninum: "allt í lagi, ekki útiloka neitt, það má láta á reyna, -  en í reynd er þetta samt útilokað, þessir flokkar gætu ekki mæst á miðjum veginum að þessu sinni." VG hefði orðið að slá of mikið af og slíkur stjórnarsáttmáli hefði aldrei verið samþykktur án þess að hrikti hættulega mikið í stoðum flokksins. Þess vegna er þetta "ef og hefði" marklaust.

Hitt er svo annað mál að ISG hefur verið að spila furðuvel úr umræddu atriði í stjórnarsáttmálanum og heldur vonandi áfram, sjá nánar um það: www.fridur.is.

Einar Ólafsson, 6.6.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband