23.5.2007 | 12:51
Dýr ráðherrastóll
Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2007 kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.5.2007 | 15:04
Kostir Framsóknar
Leyfi mér að bæta hér sem innleggi í umræðuna, bloggi mínu frá í gær, enda er þar fjallað um kosti Framsóknar og annarra flokka í stöðunni með hæfilega ydduðum hætti. Hér er þó ekki um beint komment á umrædda grein Einars Sveinbjörnssonar í Mbl að ræða. (sjá http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1269697)
Er ríkisstjórnarseta með Sjálfstæðisflokki valkostur fyrir VG?
Eftir kosningarnar 12. maí hefur Sjálfstæðisflokkurinn alla þræði í hendi sér. Með Framsókn undir handleggnum, getur hann boðið Samfylkingu eða VG í samningaviðræður, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr með öll trompin. Í þeirri stöðu mun Sjálfstæðisflokkurinn ekkert gefa eftir af sínum prinsippmálum. Ef að Samfylking eða VG eru ekki tilbúin að borða úr lófa hans mun hann sitja áfram með Framsókn sér við hlið. Einkavæðingin mun halda áfram, vatnalögin munu ganga í gildi, misréttið halda áfram að aukast.
Kostir Framsóknar
Hér á Framsókn að vísu möguleika á útspili, þar sem flokkurinn hefur litlu að tapa en menn vita þó á þeim bæ að lengi getur vont versnað. Með því að segja sig úr ríkisstjórninn skapa þeir sér stöðu sem gefur þeim möguleika á þremur leikfléttum: Í fyrsta lagi að halda heim, sleikja sárin og byrja uppbyggingarstarf sem getur verið erfitt flokki sem þarf í raun að finna hugmyndafræðilegan grundvöll sinn að nýju og veit ekki hvert skal stefna. Í öðru lagi opnar flokkurinn þar með á myndun vinstri stjórnar og getur slegið tvær flugur í einu höggi: Haldið áfram göngu sinni sem miðlægur valdaflokkur, (fremur en útslitin og forsmáð gengilbeina í boði Sjálfsstæðiflokksins) og um leið kúvent pólitískri stefnu sinni til vinstri. Hér er um allra síðasta sjens Framsóknar að hafna hægri arfleifð Halldórs Ásgrímssonar og hverfa aftur á mið samvinnuhugsjóna og félagslegra viðhorfa. Slík fataskipti á hugmyndafræði sinni eru nefnilega ögn meira sannfærandi ef þeim gæfist tækifæri á að fylgja þeim breytingum eftir í verki í nýrri vinstri stjórn fremur en að mæta aftur í næstu kosningar eftir fjögurra ára útlegð og reyna þá að telja fólki trú um að þeir séu nýrri og betri flokkur. Ég gæti trúað því að ýmsir flokksfélagar teldu þennan kost ákjósanlegan. Þriðji kostur Framsóknar er langsóttari en hann er sá að með því að segja sig úr ríkisstjórninni nú, gætu þeir komið til álita sem valkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef samningaviðræður við Samfylkingu og VG ganga ekki upp. Þá er Framsókn þó með betri samningsstöðu en þeir eru í dag innan ríkisstjórnar.
Fjórði kosturinn er svo sá sem Vinstri græn hafa boðið upp á, þ.e. að stjórn Samfylkingar og VG, starfi í skjóli hlutleysis Framsóknar. Fljótt á litið virðist þetta kannski ekki aðlaðandi kostur fyrir Framsókn sem spyr eflaust af hverju Framsókn ætti ekki telja sig eiga að bera meira í býtum fyrir að leiða flokkana tvo til hásætis. En við nánari íhugun gæti þetta verið ágætur leikur fyrir Framsóknarmenn, þeir væru enn í hringiðu stjórnmálanna og hefðu eflaust tækifæri á að hafa áhrif stefnu ríkisstjórnarinnar með því að draga stuðning sinn til baka. Á sama tíma gæfist þeim næði til að byggja upp flokkinn.
Framsóknarmenn er hins vegar pirraðir þessa dagana og láta það ekki síst bitna í orði kveðnu á forystumönnum VG. Það er t.d. eins og þeir hafi alls ekki heyrt það sem Ögmundur sagði; hann sagði vinstri stjórn með VG, Samfylkingu og Framsókn fyrsta kost. Síðan mætti einnig íhuga þann kost að Framsókn veitti vinstri stjórn stuðning...
Samfylking Sjálfstæðisflokkur. Eau naturell ?
Eðlilegasti samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins í dag er eflaust Samfylkingin, enda er hugmyndafræðilegur grunnur Samfylkingarinnar nægilega óljós og á reiki til að forysta hennar geti nokkuð auðveldlega réttlætt slíka samvinnu til hægri með röksemdum um að hún sé að draga Sjálfstæðisflokkinn til vinstri samfélaginu til góðs. Formönnum beggja flokkanna er tamt að tala um að í flokknum séu margar vistarverur þegar þeir eru að breiða yfir hugmyndafræðilegan ágreining sem er að finna innan beggja flokka þó sérstaklega innan Samfylkingar. Þar eru innan borðs margir heiðarlegir vinstri menn sem áreiðanlega fengu óbragð í munninn af tilhugsunni einni að ganga til sængur með Sjálfstæðisflokknum. En á sama tíma er þar gnótt hægri krata af verri gerðinni. Hugur Samfylkingarinnar til vinstri stjórnar virðist að minnsta kosti ansi blendinn. Því miður. Össur Skarphéðinsson veitti Geir Haarde fullt umboð til ríkisstjórnarmyndunar á RÚV í gær og krýndi hann sigurvegara kosninganna. Síðan lék hann sér að því að snúa út úr orðum Ögmundar Jónassonar, þegar hann sagðist vilja vinstri stjórn, en benti um leið á að sér hugnaðist ekki ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þessi orð rangtúlkaði Össur sem að VG vildi aðeins í stjórn með Sjálfstæðisflokki! Hvert er Össur að fara? Af hverju tók hann ekki undir stuðning Ögmundar við vinstri stjórn? Hefur félagi Össur e.t.v. engan áhuga á þeim valkosti þegar allt kemur til alls? Ingibjörg Sólrún hefur í kosningabaráttunni aðeins veitt hugmyndinni um vinstri stjórn málamyndastuðning helst er að heyra að það sé til að efna formlega óljóst loforð frá í vetur um að Kaffibandalagið myndi ræða saman fyrst. Hvað svo?
VG vill vinstri stjórn
Kostir Vinstri grænna í stöðunni ættu að vera skýrir. Krafan kjósanda flokksins er um vinstri stjórn og á þeim nótum hefur forystan talað. Á hinn bóginn kann þó einhverjum innan flokksins að hugnast að starfa með Sjálfstæðisflokki og sjá það sem illskárri kost en að láta Sjálfstæðisflokki eftir stjórn með annað hvort Framsókn ellegar Samfylkingu.
Hin banvæna freisting VG
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ber hins vegar dauðann í för með sér fyrir Vinstri græn og má aldrei verða! Fyrir það fyrsta er Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu og verður ekki hnikað í neinu af þeim málum sem flokkurinn vill ná fram. Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd. Hvernig ætlar VG t.d. að díla við Sjálfstæðismenn um Vatnalögin? Mun VG láta þau renna í gegn? Hvað með einkavæðingaráform í mennta- og heilbrigðismálum? Á að slá af andstöðu við þau? Hvað með RÚV? Hvað með utanríkismálin? Hvað með stóriðjustefnuna? Hvað með kvennabaráttuna?Niðurstaðan af slíku samningamakki mun verða að VG mun tapa ærunni, trúverðugleika sínum og það sem alvarlegast er, færa öll viðmið í íslenskri pólitík til hægri. Ef að VG slær af í umhverfismálum, einkavæðingarmálum eða utanríkismálum þá er það óafturkræfur skaði. Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna. Samfylking mun færa sig til vinstri til að rýma fyrir fyrrum kjósendum VG og til að skapa sér bertra svigrúm til að skjóta á VG. Þá mun kannski á endanum rætast draumur Samfylkingar um einn stóran jafnaðarmannaflokk. Rúsínan í pylsuendann verður síðan sú að Samfylkingin mun bæta þriðju svikaákærunni á VG. Þó svo að ásakanir Samfylkingarinnar um meint svik VG við stofnun stóra jafnaðarmannaflokksins og um að VG hafi sprengt R-lista samstarfið sé óþolandi bull og út í hött, þá er hætt við að menn telji svikin við vinstri stjórnina 2007 verst og veita hinum ásökununum sannleiksblæ.Sá hluti VG sem ekki telur sig eiga erindi í Samfylkinguna mun síðan verða munaðarlaus á pólitískum vergangi þar til verðugur arftaki VG hefur verið stofnaður.
Af hverju ætti VG að leiða Sjáfstæðisflokkinn til valda?
Því verður ekki trúað að óreyndu að forystumenn VG muni fara þá leið. Af hverju ætti það að gerast þegar hrikalegar afleiðingarnar fyrir flokkinn og stefnuna blasa við? Hugsanleg persónuleg óbeit á framsóknarmönnum er hlægileg ástæða í þessu samhengi. Ef að Steingrímur J. telur það frágangsmál að fá afsökunarbeiðni frá Jóni Sigurðssyni vegna rætinna en ómerkilegra auglýsinga frá Framsókn sem beindust að hans persónu, þá verður því ekki trúað að Steingrímur muni ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn fyrr en hann hefur þvingað Sjálfstæðisflokkinn til að biðjast afsökunar á Íraksstríðinu! Það er ljóst að vinstri stjórn verður ekki mynduð án Framsóknar eða með hlutleysisstuðningi hennar og því mjög sérstakt að mínu mati, hvernig sumir forystumenn VG og Samfylkingar hafa látið þann flokk taka á sig alla ábyrgð af stefnu ráðandi aðilans í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokksins. Varla eru menn hræddir við að styggja Sjálfstæðisflokkinn? Af hverju ætti þaðað vera? Ef menn vilja hins vegar raunsæir þá ætti það að blasa við að laskaður Framsóknarflokkur er léttari í taumi, en Sjálfstæðisflokkur útbelgdur af kosningasigri.Að halda því fram að Sjálfstæðisflokkur og VG séu sigurvegar kosninganna og þess vegna eigi þeir að fara saman í ríkisstjórn, er það sama og að kasta út í hafsauga allri pólitískri hugsun! Sjálfstæðisflokkurinn stendur í pólitík fyrir viðhorf sem að flestu leyti eru öndverð sjónarmiðum kjósenda Vinstri grænna. Þeir kusu ekki VG til að tryggja áframhaldandi yfirráð Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni. Það er því ljóst að leiði forysta VG flokkinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokk væru margir sem litu á það sem svik. Svik við málstað VG, svik við kjósendur VG. Það væru svik forystunnar við eigin hugsjónir. Það er því krafa kjósenda flokksins og félaga í VG til forystunnar hafi hún eitthvað slíkt í huga, sem ekki verður trúað að óreyndu, að hún upplýsi um það svo að sömu kjósendur og félagar fái færi á að tjá sig um þá stefnu áður en skaðinn er skeður.
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 16:04
Ríkisstjórnarþátttaka VG með Sjálfstæðisflokki feigðarflan fyrir VG
Eftir kosningarnar 12. maí hefur Sjálfstæðisflokkurinn alla þræði í hendi sér. Með Framsókn undir handleggnum, getur hann boðið Samfylkingu eða VG í samningaviðræður þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr með öll trompin. Í þeirri stöðu mun Sjálfstæðisflokkurinn ekkert gefa eftir af sínum prinsippmálum. Ef að Samfylking eða VG eru ekki tilbúin að borða úr lófa hans mun hann sitja áfram með Framsókn sér við hlið. Einkavæðingin mun halda áfram, vatnalögin munu ganga í gildi, misréttið halda áfram að aukast.
Kostir Framsóknar
Hér á Framsókn að vísu möguleika á útspili, þar sem flokkurinn hefur litlu að tapa en menn vita þó á þeim bæ að lengi getur vont versnað. Með því að segja sig úr ríkisstjórninn skapa þeir sér stöðu sem gefur þeim möguleika á þremur leikfléttum: Í fyrsta lagi að halda heim, sleikja sárin og byrja uppbyggingarstarf sem getur verið erfitt flokki sem þarf í raun að finna hugmyndafræðilegan grundvöll sinn að nýju og veit ekki hvert skal stefna. Í öðru lagi opnar flokkurinn þar með á myndun vinstri stjórnar og getur slegið tvær flugur í einu höggi: Haldið áfram göngu sinni sem miðlægur valdaflokkur, (fremur en útslitin og forsmáð gengilbeina í boði Sjálfsstæðiflokksins) og um leið kúvent pólitískri stefnu sinni til vinstri. Hér er um allra síðasta sjens Framsóknar að hafna hægri arfleifð Halldórs Ásgrímssonar og hverfa aftur á mið samvinnuhugsjóna og félagslegra viðhorfa. Slík fataskipti á hugmyndafræði sinni eru nefnilega ögn meira sannfærandi ef þeim gæfist tækifæri á að fylgja þeim breytingum eftir í verki í nýrri vinstri stjórn fremur en að mæta aftur í næstu kosningar eftir fjögurra ára útlegð og reyna þá að telja fólki trú um að þeir séu nýrri og betri flokkur. Ég gæti trúað því að ýmsir flokksfélagar teldu þennan kost ákjósanlegan. Þriðji kostur Framsóknar er langsóttari en hann er sá að með því að segja sig úr ríkisstjórninni nú, gætu þeir komið til álita sem valkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef samningaviðræður við Samfylkingu og VG ganga ekki upp. Þá er Framsókn þó með betri samningsstöðu en þeir eru í dag innan ríkisstjórnar. Fjórði kosturinn er svo sá sem Vinstri græn hafa boðið upp á, þ.e. að stjórn Samfylkingar og VG, starfi í skjóli hlutleysis Framsóknar. Fljótt á litið virðist þetta kannski ekki aðlaðandi kostur fyrir Framsókn sem spyr eflaust af hverju Framsókn ætti ekki telja sig eiga að bera meira í býtum fyrir að leiða flokkana tvo til hásætis. En við nánari íhugun gæti þetta verið ágætur leikur fyrir Framsóknarmenn, þeir væru enn í hringiðu stjórnmálanna og hefðu eflaust tækifæri á að hafa áhrif stefnu ríkisstjórnarinnar með því að draga stuðning sinn til baka. Á sama tíma gæfist þeim næði til að byggja upp flokkinn.
Samfylking Sjálfstæðisflokkur. Aue naturell ?
Eðlilegasti samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins í dag er eflaust Samfylkingin, enda er hugmyndafræðilegur grunnur Samfylkingarinnar nægilega óljós og á reiki til að forysta hennar geti nokkuð auðveldlega réttlætt slíka samvinnu til hægri með röksemdum um að hún sé að draga Sjálfstæðisflokkinn til vinstri samfélaginu til góðs. Formönnum beggja flokkanna er tamt að tala um að í flokknum séu margar vistarverur þegar þeir eru að breiða yfir hugmyndafræðilegan ágreining sem er að finna innan beggja flokka þó sérstaklega innan Samfylkingar. Þar eru innan borðs margir heiðarlegir vinstri menn sem áreiðanlega fengu óbragð í munninn af tilhugsunni einni að ganga til sængur með Sjálfstæðisflokknum. En á sama tíma er þar gnótt hægri krata af verri gerðinni. Hugur Samfylkingarinnar til vinstri stjórnar virðist að minnsta kosti ansi blendinn. Því miður. Össur Skarphéðinsson veitti Geir Haarde fullt umboð til ríkisstjórnarmyndunar á RÚV í gær og krýndi hann sigurvegara kosninganna. Síðan lék hann sér að því að snúa út úr orðum Ögmundar Jónassonar, þegar hann sagðist vilja vinstri stjórn, en benti um leið á að sér hugnaðist ekki ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þessi orð rangtúlkaði Össur sem að VG vildi aðeins í stjórn með Sjálfstæðisflokki! Hvert er Össur að fara? Af hverju tók hann ekki undir stuðning Ögmundar við vinstri stjórn? Hefur félagi Össur e.t.v. engan áhuga á þeim valkosti þegar allt kemur til alls? Ingibjörg Sólrún hefur í kosningabaráttunni aðeins veitt hugmyndinni um vinstri stjórn málamyndastuðning helst er að heyra að það sé til að efna formlega óljóst loforð frá í vetur um að Kaffibandalagið myndi ræða saman fyrst. Hvað svo?
VG vill vinstri stjórn
Kostir Vinstri grænna í stöðunni ættu að vera skýrir. Krafan kjósanda flokksins er um vinstri stjórn og á þeim nótum hefur forystan talað. Á hinn bóginn kann þó einhverjum innan flokksins að hugnast að starfa með Sjálfstæðisflokki og sjá það sem illskárri kost en að láta Sjálfstæðisflokki eftir stjórn með annað hvort Framsókn ellegar Samfylkingu.
Hin banvæna freisting VG
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ber hins vegar dauðann í för með sér fyrir Vinstri græn og má aldrei verða! Fyrir það fyrsta er Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu og verður ekki hnikað í neinu af þeim málum sem flokkurinn vill ná fram. Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd. Hvernig ætlar VG t.d. að díla við Sjálfstæðismenn um Vatnalögin? Mun VG láta þau renna í gegn? Hvað með einkavæðingaráform í mennta- og heilbrigðismálum? Á að slá af andstöðu við þau? Hvað með RÚV? Hvað með utanríkismálin? Hvað með stóriðjustefnuna? Hvað með kvennabaráttuna?Niðurstaðan af slíku samningamakki mun verða að VG mun tapa ærunni, trúverðugleika sínum og það sem alvarlegast er, færa öll viðmið í íslenskri pólitík til hægri. Ef að VG slær af í umhverfismálum, einkavæðingarmálum eða utanríkismálum þá er það óafturkræfur skaði. Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna. Samfylking mun færa sig til vinstri til að rýma fyrir fyrrum kjósendum VG og til að skapa sér betra svigrúm til að skjóta á VG. Þá mun kannski á endanum rætast draumur Samfylkingar um einn stóran jafnaðarmannaflokk. Rúsínan í pylsuendann verður síðan sú að Samfylkingin mun bæta þriðju svikaákærunni á VG. Þó svo að ásakanir Samfylkingarinnar um meint svik VG við stofnun stóra jafnaðarmannaflokksins og um að VG hafi sprengt R-lista samstarfið sé óþolandi bull og út í hött, þá er hætt við að menn muni telja svikin við vinstri stjórnina 2007 verst og veita hinum ásökununum sannleiksblæ.Sá hluti VG sem ekki telur sig eiga erindi í Samfylkinguna mun síðan verða munaðarlaus á pólitískum vergangi þar til verðugur arftaki VG hefur verið stofnaður.
Af hverju ætti VG að leiða Sjáfstæðisflokkinn til valda?
Því verður ekki trúað að óreyndu að forystumenn VG muni fara þá leið. Af hverju ætti það að gerast þegar hrikalegar afleiðingarnar fyrir flokkinn og stefnuna blasa við? Hugsanleg persónuleg óbeit á framsóknarmönnum er hlægileg ástæða í þessu samhengi. Ef að Steingrímur J. telur það frágangsmál að fá afsökunarbeiðni frá Jóni Sigurðssyni vegna rætinna en ómerkilegra auglýsinga frá Framsókn sem beindust að hans persónu, þá verður því ekki trúað að Steingrímur muni ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn fyrr en hann hefur þvingað Sjálfstæðisflokkinn til að biðjast afsökunar á Íraksstríðinu! Það er ljóst að vinstri stjórn verður ekki mynduð án Framsóknar eða með hlutleysisstuðningi hennar og því mjög sérstakt að mínu mati, hvernig sumir forystumenn VG og Samfylkingar hafa látið þann flokk taka á sig alla ábyrgð af stefnu ráðandi aðilans í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokksins. Varla eru stjórnarandstæðingar hræddir við að styggja Sjálfstæðisflokkinn? Af hverju ætti þaðað vera? Ef menn vilja hins vegar raunsæir þá ætti það að blasa við að laskaður Framsóknarflokkur er léttari í taumi, en Sjálfstæðisflokkur útbelgdur af kosningasigri.Að halda því fram að Sjálfstæðisflokkur og VG séu sigurvegar kosninganna og þess vegna eigi þeir að fara saman í ríkisstjórn, er það sama og að kasta út í hafsauga allri pólitískri hugsun! Sjálfstæðisflokkurinn stendur í pólitík fyrir viðhorf sem að flestu leyti eru öndverð sjónarmiðum kjósenda Vinstri grænna. Þeir kusu ekki VG til að tryggja áframhaldandi yfirráð Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni. Það er því ljóst að leiði forysta VG flokkinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokk væru margir sem litu á það sem svik. Svik við málstað VG, svik við kjósendur VG. Það væru svik forystunnar við eigin hugsjónir. Það er því krafa kjósenda flokksins og félaga í VG til forystunnar hafi hún eitthvað slíkt í huga, sem ekki verður trúað að óreyndu, að hún upplýsi um það svo að sömu kjósendur og félagar fái færi á að tjá sig um þá stefnu áður en skaðinn er skeður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2007 | 12:10
Og hvað á að koma í staðinn?
Hvernig halda menn að yrði upplitið á stjórnmálamönnum, t.d. í Danmörku, ef íslenskir fréttamenn kæmu þangað í næstu kosningum með spurninguna: Segðu mér Anders Fogh Rasmussen, hvar ætlarðu að reisa næsta álver? Ha, ekki á dagskrá? Hvað á að koma í staðinn? Ég meina, fer ekki atvinnulíf í Danmörku á hausinn? Hvernig stendur annars á því að þið standið svona vel hvað er þetta annað sem þið byggið á?
Í hvert sinn sem VG hefur í kosningabaráttunni nefnt að þeir vilji stöðva stóriðju, þá hafa ósjálfráð viðbrögð fjölmiðlamanna verið þau að spyrja já, en hvað á að koma í staðinn? Sú spurning er ekki réttmæt nema að vissu marki. Hvað felur hún í sér? Að allt standi og falli með stóriðju. Að það sé hlutverk ríkisstjórnarinnar að handstýra uppbyggingu atvinnulífsins. Að VG sé ábyrgðarlaus gagnvart umbjóðendum sínum og gefi skít í atvinnumöguleika þeirra sem gætu væntanlega starfað í komandi álverum. Og ef fulltrúar VG nefna ekki jafn konkret dæmi um uppbyggingu ákveðinna fyrirtækja sem skapi jafnmörg störf og álver er talið gera, þá hafi þeim mistekist að svara spurningunni með fullnægjandi hætti!
Réttmætari spurning gagnvart kjósendum og VG hefði verið t.d. : Þið viljið stóriðjustopp þar sem það á að koma jafnvægi í atvinnulífinu, lækkun vaxta og bæta svigrúm fyrirtækja - hvernig uppbyggingu sjáið þið fyrir ykkur t.d. á Vestfjörðum?
Af hverju höfum við ekki heyrt Sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn spurð að eftirfarandi: Sérfræðingar hafa bent á að áframhaldandi uppbygging álvera leiðir til eyðingar náttúrunnar, þennslu í efnahagslífinu, háum vöxtum og þrengir þar með að möguleikum annarra fyrirtækja til að halda sér í rekstri og skapa atvinnu. Þetta á ekki síst við smærri fyrirtæki á landsbyggðinni. Er það svona sem þið viljið stuðla að því að frelsi einstaklingsins til athafna fái að njóta sín? Er það með þessum hætti sem þið viljið skapa fjölbreytt atvinnulíf? Er þetta leiðin til að skapa sátt með þjóðinni um meðferð náttúrunnar? Er þetta leiðin til að svara kalli nútímans um verndun náttúrunnar? Er þetta leiðin til að halda byggðum landsins blómlegum?10.5.2007 | 10:08
Hlupu Sjálfstæðismenn undir bagga með Framsókn?
Í heita pottinum í laugunum sitja reyndir menn og konur og þar var ýtt á flot þeirri kenningu að óvænt uppsveifla Framsóknar í skoðanakönnun CapacentGallup í gær væri sennilega undan rifjum Sjálfstæðisflokksins runnin.
Þar á bæ vilja menn hafa Framsókn upp á að hlaupa og geta notað þá sem svipu á Samfylkinguna eða VG þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum. Sjálfstæðismenn vilja stilla síðastnefndu flokkunum tveimur upp við vegg - "annað hvort komið þið í stjórn með okkur og verið ekki með neinn kjaft, eða það verður óbreytt ríkisstjórn með Framsókn næstu fjögur árin."
Til þess að geta náð fram þessari óskastöðu þarf Sjálfstæðiflokkurinn hins vegar á því að halda að Framsóknarflokkurinn andist ekki í höndunum á þeim, svona degi fyrir kosningar. Þess vegna segir sagan að boð hafi verið látið út ganga í ákveðnum hópi Sjálfstæðismanna, um að skyldu þeir lenda í úrtaki hjá Gallup og gætu fengið af sér að gefa upp stuðning við Framsókn þá skildu þeir gera það í þetta sinn. Þarna sé skýringin á uppsveiflu Framsóknar komin og gamalreyndir pottverjar héldu því reyndar fram að þetta væri þá ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn léki hliðstæða leiki.
Því mætti jafnvel búast við að Sjálfstæðisflokkurinn myndi leggja Framsókn lið í sjálfum kosningunum með stýrðum kosningastuðningi við flokkinn.
En ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 09:32
Tvítalning á Framsókn ?
Menn bíða nú spenntir eftir að heyra hvort ekki berist leiðrétting á ný frá Capacent Gallup í tengslum við síðustu tölur Framsóknarflokksins. Um daginn birti CapacentGallup leiðréttingu en þá höfðu þeir gert Framsóknarflokkinn að hástökkvara í útlögðum kostnaði vegna auglýsinga. Framsókn brást illa við enda kom í ljós að Capacent hafði óvart talið útlagðan kostnað flokksins tvisvar.
Núna telja menn líklegast að Capacent hafi gert sömu mistök og tvítalið fylgi Framsóknar í síðustu könnun en þá hoppaði fylgið öllum á óvart úr hefðbundum 7% í 14%. En væntanlega leiðréttist það í næstu könnun og hefur reyndar þegar gert það í könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í gær en þar er Framsóknarflokkurinn kominn í eðlilega flughæð eða 8,6% fylgi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 19:19
Svona einkavæddi ríkisstjórnin auðlindir í jörðu
I. kafli. Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr. Lög þessi taka til auðlinda í jörðu í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga. [Lögin taka einnig til rannsókna á vatnsafli til raforkuframleiðslu.]1)
Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.
2. gr. Eignarland merkir í lögum þessum landsvæði, þar með talið innan netlaga í stöðuvötnum og sjó, sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
II. kafli. Eignarréttur að auðlindum.
3. gr. Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins,1) nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.
3.5.2007 | 22:31
Kynnti allsherjarnefnd sér ekki allar aðstæður?
Eitt af því sem ég velti fyrir mér þegar "Jónínumálið" ber á góma og hafandi í huga að Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar heldur því fram að nefndarfólki hafi verið alls ókunnugt um tengsl umsækjandans við tengdamóður sína, Jónínu umhverfisráðherra, er hvort nefndarmenn kynni sér almennt ekki alla helstu hagi umsækjenda um ríkisborgararétt? Hversu lengi þeir hafi verið í landinu, hvort þeir hafi þak yfir höfuðið, hvernig fjölskylduaðstæðum þeirra er háttað? Er þá ekki annað af tvennu ljóst: Annað hvort hafa þeir unnið vinnuna sína og þar af leiðandi hljóta þeir að hafa vitað um tengsl stúlkunnar við Jónínu Bjartmarz, eða þá að þeir hafi ekki unnið vinnuna sína!
Ef við gerum ráð fyrir að þingmennirnir hafi unnið vinnuna sína, sem ég tel líklegra en hitt, að þá má spyrja hvernig stendur á þessari niðurstöðu? Því þó svo ég hafi ekkert í sjálfu sér á móti því að þessari stúlku per se hafi verið veittur ríkisborgararéttur, að því gefnu að aðstæður hennar hafi verið meira knýjandi en aðstæður allra hinna sem var neitað á sama tíma, að þá virðist það einfaldlega ekki hafa verið svo. Af framkomnum upplýsingum eru tilgreindar ástæður hennar fyrir að fá að fara fremst í röð umsækjanda léttvægar, miðað við aðstæður annarra sem hafa sagt sögu sína en allsherjarnefnd hefur neitað um ríkisborgararétt.
Það virðist blasa við að afgreiðsla allsherjarnefndar í þessu máli er ekki réttlát þegar hafðar eru í huga erfiðari aðstæður annars fólks sem nefndin synjaði. Því kemur upp spurningin hvort nefndin hafi verið beitt þrýstingi með einhverjum hætti eða hvort hún vildi gera einhverjum greiða - nema hvoru tveggja sé. Ég reikna með að við almenningi blasi að sá aðili sem samtímis hafði hagsmuna að gæta og var um leið í tengslum við nefndarmenn, var enginn annar en Jónína sjálf.
Ef að Jónína hefði viljað gæta pólitískra hagsmuna sinna svona korteri fyrir kosningar, þá hefði hún eflaust átt að sjá það í hendi sér að aðstæður tengdadótturinnar voru ekki slíkar að líkur væru á að hún fengi ríkisborgararétt og því ráðlagt henni að bíða. Nema að Jónínu hafi verið kunnugt um fleiri dæmi um hliðstæða afgreiðslu allsherjarnefndar. Ekki veit ég.
Hitt er ljóst að persóna umræddrar stúlku er ekki miðdepill þessarar umræðu og stórfurðulegt að sjá keppinaut Kastljóssins, Ísland í dag, tromma upp með hana í viðtali! Rétt eins og hún hefði eitthvað nýtt til málanna að leggja sem réttlætti aðgerðir allsherjarnefndar. En kannski átti hún að vera karkatervitni fyrir tengdamóður sína. Auðvitað er þetta hin vænsta stúlka eins og umsjónarmenn þáttarins virtust leggja sig í líma við að sýna. En ef að það hefði átt að sannfæra landsmenn um að hún ætti þar af leiðandi erindi sem nýr og nýtur ríkisborgari, þá var auðvitað á sama tíma verið með óbeinum hætti að gefa til kynna að aðrir sem hafa haft veigameiri ástæður fyrir umsókn en fengið hafa neitun, væru eitthvað síðri. En það hefur auðvitað ekki verið ætlunin hjá fyrrum spunameistara Framsóknarflokksins, vini mínum Steingrími Sævari Ólafssyni.
Guðjón Ólafur: Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 17:55
Össur slæst í hóp VG
Sem vinstri maður er ég að áhugasamur um nýja stjórn að loknum kosningum. Ég vil fá vinstri stjórn og held að slík stjórn verði heilsteyptust sem tveggja flokka stjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Skoðanakannanir sýna að enn vantar vinstri flokkana stuðning rúmlega fimm prósenta kjósanda svo það megi takast. Mín skoðun er sú, að þeir kjósendur flytji sig aðeins um set ef þessir tveir flokkar sýni í verki viljann til samstarfs þá 12 daga sem eru fram að kosningum. Ég vil sjá að þessir tveir flokkar leggi saman stefnumið sín í öllum helstu málaflokkum og dragi fram hvað þeir eiga sameiginlegt. Þetta vil ég sjá gert fyrir opnum tjöldum og stutt af forystumönnum beggja flokka. Þannig verða lagðar meginlínur nýrrar ríkisstjórnar. Með þeim hætti einum ná þeir að skapa trúverðugan valkost um breytta stjórnarhætti sem höfðar til fleiri en þeirra 44% sem í dag vilja helst kjósa þessa flokka.
Ég veit að innan Vinstri grænna nýtur þessi hugmynd fylgis. Á göngu minni í dag niður Laugarveginn, þar sem ég slóst í för með þúsundum stuðningsmanna réttlátara þjóðfélags, hitti ég nokkra kunningja mína sem jafnframt eru valinkunnir forystumenn Samfylkingarinnar. Ekki var að heyra að nokkuð vantaði á stuðning þeirra við hugmyndina um slíkt aukið samstarf við VG fram að kosningum og eftir. En þeir eru að sönnu ekki einráðir í Samfylkingunni.
Því gladdi það mig mjög, þar sem ég sat í boði VG á NASA og hlustaði á feiknagóða ræðu Einars Más Guðmundssonar, að sjá að félagi Össur Skarphéðinsson hafði slegist í hóp fundargesta. Honum var að sjálfsögðu tekið fagnandi. Össur afþakkaði að vísu með brosi á vör að taka þátt í hópsöng frambjóðenda, en fyrir mér var hann með þessu að gefa ákveðin skilaboð. Ég vona að þeir félagar okkar á vinstri vængnum sem styðja Samfylkinguna, hlusti á félaga Össur að þessu sinni.
Sameinuð stöndum við að öðrum kosti blasir við áframhaldandi ríkisstjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
1.5.2007 | 11:57
Enginn er eyland
Fyrsti maí er eins og hver annar dagur í verkalýðshreyfingunni baráttudagur. Dagurinn er einnig tákn samstöðu verkalýðshreyfingarinnar jafnt innan lands sem landa á milli. Hann er tákn þess að verkalýðshreyfingin er á vaktinni.
Er verkalýðshreyfing hólpin?
Það er svo sannarlega þörfa að standa vaktina, því að ávinningar íslenskrar verkalýðshreyfingar, sem um leið eru ávinningur íslenskrar þjóðar, eru langt frá því að vera tryggðir um alla framtíð. Hér sé nauðsynlegt að líta til alþjóðlegrar þróunar á tímum alþjóðavæðingar er ekki langt á milli Íslands og umheimsins.Ekki þarf að fara lengra en til Evrópu til að gera sér grein fyrir því hversu brothætt staðan er. Evrópusambandið lagði til 2004 umbyltingu á atvinnumarkaði með svokallaðri þjónustutilskipun, en með upprunalegri tillögunni var vegið að rótum velferðarsamfélagsins og að verkalýðshreyfingunni. Ef verkalýðshreyfingin ásamt fjölda félagasamtaka hefði ekki brugðist við af hörku hefði hægri flokkunum, sem nú eru í meirihluta í Evrópusambandinu, tekist að skapa glundroða á vinnumarkaði þar sem laun, kjör og réttindi verkafólks hefðu skrúfast niður á lægsta samnefnara sem hægt var að finna í álfunni. Hér lagði BSRB sitt litla lóð á vogarskálina með félögum sínum í Evrópu og það var einvörðungu fyrir einarða samstöðu verkalýðshreyfingarinnar allrar að árangur náðist.
Janusarhöfuð neytandans
En hvernig var þjónustutilskipunin í raun réttlætt? Hún var réttlætt með tilvísun í hagsmuni neytandans afleiðingin átti að vera lægra verð og meira úrval fengið með aukinni samkeppni. En hvert er hitt andlit neytandans? Er það ekki launamaðurinn sem nú átti að etja í samkeppni við náunga sinn og uppskera lægri laun fyrir vikið? Eru það ekki foreldrarnir sem vilja verja auknum tíma til að sinna uppeldi barnanna en er sífellt stillt upp við vegg vegna aukinna krafna vinnuveitenda og vegna tilbúinna og/eða raunverulegra þarfa til sem aðeins verður mætt með aukinni neyslu? Og þannig átti að herða enn á hringavitleysu hagvaxtarins - sem aðeins er mældur í aukinni veltu, auknum umsvifum, fleiri krónum en oft, því miður, í færri gleðistundum.
Gildishlaðnar viðskiptahömlur
Þjónustutilskipunin er aðeins eitt dæmið um áherslurnar í atvinnustefnu Evrópusambandsins sem aftur á sér hliðstæður í öðrum alþjóðlegum samningum eins og t.d. samningum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lykilorðið er samkeppni og mottóið er að þarfir fyrirtækjanna verði að koma á undan öðrum þörfum. Af því leiðir að mörg þau atriði sem almenningur telur að öðru jöfnu jákvæð eru litin hornauga í gegnum lituð gleraugu þröngra hagsmuna fyrirtækjanna. Kröfur um umhverfisvernd eru taldar samkeppnishamlandi, þátttaka starfsmanna í verkalýðsfélögum er talin samkeppnishamlandi, kröfur um siðræna viðskiptahætti eru samkeppnishamlandi. Slík sjónarmið fá nafnið viðskiptahömlur og eru í besta falli talin til úreltra viðhorfa ef ekki beinlínis skaðleg. Kenningin um að öflug velferðarþjónusta studd réttlátum sköttum, sterk verkalýðsfélög og víðtæk réttindi almennings, séu andstæð hagsmunum fyrirtækja og skaði samkeppnisstöðu þeirra, er að sjálfsögðu röng. Um það vitna Norðurlöndin sem alþjóðlegar kannanir hafa ítrekað sýnt vera í allra fremstu röð hvað samkeppnishæfni varðar. Fordæmi Norðurlandanna er því mjög mikilvægt í alþjóðlegri verkalýðsbaráttu.
Innrás í landhelgi
En slík viðhorf eru að mörgu leyti eðlileg fyrirtækjum sem hafa það að grundvallarviðmiði um tilveru sína og velgengi að hámarka ágóða. Viljinn til að gera vel er kannski til staðar, en alltaf er stutt í röksemdafærsluna ; ef við förum ekki leiðina sem hefur í för með sér minnstu útgjöldin og mestan ágóðan, þá munu keppinautar okkar gera það og þá höfum við orðið undir í samkeppninni. Í þessum ósjálfsráða gangi kapitalisks fyrirtækjarekstrar geti falist skapandi afl, en neikvæða hliðin er ávalt til staðar. Og þar eira fyrirtækin engu ef þau komast upp með það. Hér þurfa fyrirtækin því á stuðningi og aðhaldi verkalýðshreyfingarinnar að halda, ekki er nóg að koma á umræðu um félagslega ábyrgð fyrirtækja hér þarf virka eftirfylgni af hálfu verkalýðshreyfingarinnar.Hið kaldhæðna í þessu tali öllu um ágæti samkeppninnar er auðvitað að fyrirtækjum er meinilla við samkeppni, þeim líður best án hennar. Þau vilja sækja inn á svið almannaþjónustunnar einkaframkvæmdir gefa arð en ríkið borgar, yfir samfélagslegar eignir vilja þau komast fyrir lítið og nú ber sífellt meira á að fyrirtækin ganga inn á svið stjórnsýslunnar. Þau vilja skipuleggja og reisa og eiga heilu bæjarfélögin, eiga og rukka fyrir aðgang að þjóðvegum landsins. Skóla og sjúkrahúsin vilja þau komast yfir og veita þeim aðgang sem geta borgað uppsett verð. Reyndar er íslensku útfærslunni á þessari innrás fyrirtækja í landhelgi best lýst sem pilsfaldakapitalisma, ríkið á jú að halda þeim uppi. Og ofan á skólagjöld eða önnur þjónustugjöld sem þau áskilja sér rétt til að taka, vilja þau fá meira greitt en ríkið greiðir til sambærilegrar samfélagslegrar þjónustu. Dvalarheimilið að Sóltúni er dæmi um það. Einkavæðingin er því dýrari fyrir almenning, dýrari fyrir okkur í verkalýðsfélögunum.
Spennitreyjunni kastað
Þessi þróun er alþjóðleg og er afsprengi þess að hugmyndafræði nýfrjálshyggju Thatchers, Reagans og sálufélaga hefur náð að skjóta rótum. Afleiðingin er aukin misskipting, efnahagsleg og félagsleg. Við þessu hefur verkalýðshreyfingin í Evrópu brugðist og standa nú verkalýðsfélög opinberra starfsmanna EPSU ásamt heildarsamtökum allra verkalýðsfélaga í Evrópu, ETUC, fyrir herferð sem miðar að því að sérstök löggjöf verði sett um almannaþjónustuna og að hún verði undanskilin þeim lögum og reglum sem sett hafa verið um fyrirtækjum á almennum markaði. Markmiðin með rekstri almannaþjónustu eru önnur en markmið fyrirtækja, annars vegar eru almannahagsmunir í bráð og lengd í fyrirrúmi, hins vegar að næsta ársfjórðungsyfirlit sýni sem mestan hagnað. Barátta EPSU nú gengur út á tvö meginatriði: Annars vegar að sett verði lög (tilskipun) um almannaþjónustuna sem losa hana úr spennitreyju laga sem upphaflega eru sett til þess að koma böndum á fyrirtæki, svo eðlislæg árátta til að hámarka gróða sinn valdi ekki þjóðfélagslegum skaða. Hins vegar að þá gengur barátta EPSU út á að auka gæði almannaþjónustunnar. Til þess að svo geti orðið þarf að auka sjálfstæði almannaþjónstunnar, ýta undir nýsköpun og frjóar hugmyndir og aukið samstarf milli stofnana og fyrirtækja hins opinbera. Tengslin við almenning þarf og bæta og vissulega getur bæði almannaþjónustan og einkarekstur haft gott af samstarfi. Það samstarf á hins vegar ekki að gerast eingöngu á forsendum einkageirans. Um þessi mál ályktaði síðasta þing BSRB. Markmiðin eru að gera almannaþjónustuna að eftirsóttum vinnustað sem er fyrirmynd annarra. Markmiðin eru að bæta samfélagsþjónustuna og bæta hag almennings og þar með fyrirtækja. Um kraftinn og nýsköpunina sem getur búið í opinberri þjónustu þarf ekki að hafa mörg orð; nægir að leiða hugann að uppbyggingu helstu stofnana íslensks þjóðfélags frá lýðveldissstofnun.
Baráttunni er því langt frá því lokið. Hún heldur áfram að snúast um krónur og aura, sumarhús og réttindi. En snýst einnig um framtíð lýðræðisins og um réttlæti og jöfnuð. Hún snýst um mannréttindi. Hún snýst um að við viljum vera íbúar í samfélagi en ekki skilgreind sem neytendur sem markaði. Þessi barátta er í eðli sínu alþjóðleg. Á tímum alþjóðavæðingar er enginn eyland.
Þessi grein birtist í SFR-tíðindum nú 1. mai.
-phhStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)